Ungmenni
Ráðvendni


Ráðvendni

Þar til er ég gef upp andann, læt ég ekki taka frá mér sakleysi mitt (Job 27:5).

Ég mun hafa siðferðisþrek til að breyta samkvæmt þekkingu minni á réttu og röngu.

Skyldubundnar gildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur skyldubundnum gildisathugunum. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Ráðvendni er fúsleiki og þrá til að lifa eftir trú okkar og stöðlum. Lestu Moróní 10:30‒33 og hugleiddu merkingu orðanna „hafnið öllu óguðlegu.“ Lestu bæklinginn Til styrktar æskunni. Hugleiddu á hvaða hátt reglur Drottins eru frábrugnar reglum heimsins. Skrifaðu í dagbókina viðeigandi reglur hegðunar, klæðaburðar og samtala sem og bókmennta, kvikmynda, sjónvarps, Alnets, tónlistar, farsíma og annarra miðla. Skrifaðu einnig á hvaða hátt þú hyggst halda þér siðferðilega hreinni og verðugri þess að sækja musterið heim. Þegar þú hefur breytt samkvæmt reglunum í a. m. k. einn mánuð, skaltu skrifa hugsanir þínar í dagbókina og halda áfram á sömu braut.

  2. Gerðu sjálfsmat á eigin ráðvendi. Spurðu sjálfa þig eftirfarandi spurninga: Forðast ég baktal, óviðeigandi brandara, blótsyrði og guðlast og að taka létt á heilögum hlutum? Er ég algjörlega sannsögul, siðferðislega hrein, heiðarleg, áreiðanleg og trúverðug í skólanámi mínu og allri breytni? Minnstu þess í daglegri bænagjörð að biðja um hjálp og styrk heilags anda við að vera ráðvönd. Skrifaðu í dagbókina það sem þú getur gert til þess að temja þér enn betri persónulega ráðvendni og að minnsta kosti eina nýja venju sem þig langar að þróa.

  3. Frelsarinn er fullkomið fordæmi um ráðvendni, hann gerði það sem hann lofaði föðurnum að gera. Lestu3. Nefí 11:10–11. Lærðu um nokkra einstaklinga í ritningunum sem voru ráðvandir. Lestu 1. Mósebók 39; Esterarbók; Jobsbók 2:3; 27:3–6; Daníel 3 og 6; Postulasöguna 26; Kenningu og sáttmála 124:15 og Joseph Smith – Sögu 1:21–25. Skráðu í dagbókina á hvaða hátt fólkið sem hér um ræðir sýndi ráðvendi. Hugleiddu þær stundir sem þú sýndir hugrekki til að vera ráðvönd, einkum þegar ekki var vel tekið í það. Miðlaðu reynslu þinni og tilfinningum á vitnisburðarsamkomu, í kennslu eða með foreldri eða leiðtoga.

Viðbótargildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur viðbótargildisathugunum. Þú mátt velja neðangreindar athuganir eða útfæra allt að tvær eigin gildisathuganir. Annað foreldri þitt eða Stúlknafélagsleiðtogi verður að samþykkja þær athuganir sem þú útfærir sjálf áður en þú byrjar að vinna að þeim. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Flettu upp á hugtakinu ráðvendni í orðabók. Ræddu við móður þína, ömmu eða einhverja konu sem þú lítur upp til um hvaða skilning hún leggur í hugtakið. Skráðu það sem þú getur gert til að samræma eigin breytni og þekkingu á réttu og röngu og skrifaðu í dagbókina þýðingu þess fyrir þig að vera ráðvönd.

  2. Lærðu um þýðingu þess að standa sem vitni. Lestu Mósía 18:9. Skrifaðu síðan í dagbókina hvernig þú sjálf getur „[staðið] sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og alls staðar.“ Taktu á einhverri breytni sem þú þarft að bæta í fari þínu svo þú sért betri fyrirmynd. Þróaðu ráðvendni í eigin lífi er þú í þrjár vikur tileinkar þér nýja breytni. Skrifaðu framvindu þína í dagbókina.

  3. Að lifa samkvæmt föstulögmálinu gefur tækifæri til að þróa ráðvendni. Neyttu ekki matar og drykkjar á viðeigandi föstusunnudegi yfir tvær samfelldar máltíðir og láttu þitt af hendi rakna í föstufórn fjölskyldu þinnar. Fastaðu í ákveðnum tilgangi. Þú gætir fastað fyrir veikum vini, í þeim tilgangi að sigrast á slæmum ávana, öðlast sérstaka blessun fyrir sjálfa þig eða einhvern annan eða færa þakkir. Byrjaðu föstu og ljúktu henni með bæn.

  4. Skrifaðu stefnumál og vandamál sem veikja fjölskylduna. Lestu boðskap Æðsta forsætisráðsins á bls. 1 í þessari bók, „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ (sjá bls. 101) og hlutann um fjölskyldu í Til styrktar æskunni. Leitaðu síðan í tímaritum kirkjunnar að ráðgjöf þeirra sem við styðjum sem spámenn, sjáendur og opinberara. Skrifaðu í dagbókina áætlun þína til að styrkja núverandi fjölskyldu þína sem og gildi og hefðir sem þig langar að koma á fót í framtíðar fjölskyldu þinni.

Útfærðar gildisathuganir

Gildisverkefni

Þegar þú hefur lokið sex gildisathugunum ráðvendni, skaltu útfæra verkefni svo þú getir tileinkað þér það sem þú hefur lært. Verkefnið þarf að vera af þeirri stærðargráðu að það taki a. m. k. 10 klukkustundir að ljúka því. Leitaðu með bænaranda leiðsagnar heilags anda er þú velur þér verðugt verkefni.

Fáðu foreldri þitt eða Stúlknafélagsleiðtoga til að samþykkja verkefnið áður en þú hefst handa. Skrifaðu matsúttekt að verkefni loknu. Eftirfarandi eru hugmyndir að gildisverkefni.

  • Skrifaðu dæmi um hvernig fjölskyldumeðlimir hafa sýnt ráðvendni í eigin lífi.

  • Að vera ráðvönd þýðir að halda skuldbindingar sínar. Vertu vakandi fyrir og stattu við skuldbindingar þínar gagnvart öðrum er þú starfar í liðsheild eða stofnun eða leiðtogastöðu í skóla þínum eða samfélagi.

  • Hafðu 1. Tímóteusarbréfið 4:12 að leiðarljósi er þú útfærir og leysir af höndum verkefni sem stuðlar að því að þú sért „fyrirmynd trúaðra.“

  • Að gera og halda sáttmála musterisins krefst ráðvendni. Búðu þig undir að gjöra sáttmála musterisins með því að búa til og nota fatnað er samræmist siðferðisreglunum um klæðnað, eins og útskýrt er í bæklingnum Til styrktar æskunni og orðum lifandi spámanna.

  • Kannaðu það sem sagt er um ráðvendni og heiðarleika í ræðum aðalvaldhafa kirkjunnar. Kynntu þér ástæðurnar að baki því að þessar reglur skipta sköpum fyrir hamingju þína og musterisundirbúning. Skapaðu handverk (til dæmis mynd, bók með tilvitnunum eða krosssaumsmynd) sem minnir þig dag hvern á ætlunarverk þitt um að vera heiðarleg og sönn á öllum stundum og þekkt fyrir að vera ráðvönd.

Verkefni mitt er:

Áætlun mín um að ljúka verkefninu er:

Samþykkt

Áætlaður lokadagur

Matsúttekt mín á verkefninu er (ásamt tilfinningareynslu og skilningsauka á gildinu ráðvendni):

Undirskrift foreldris eða leiðtoga

Dags.

Klukkustundir verkefnis