Ungmenni
Val og ábyrgð


Val og ábyrgð

Kjósið … í dag, hverjum þér viljið þjóna. … en ég og mínir ættmenn munum þjóna Drottni (Jósúa 24:15).

Ég tek hið góða fram yfir hið illa og tek ábyrgð á gjörðum mínum.

Skyldubundnar gildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur skyldubundnum gildisathugunum. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Dóttir Guðs getur tekið viturlegar ákvarðanir og leyst vandamál. Lestu 1. Nefí 15:8; 2. Nefí 32:3; Alma 34:19–27; Eter 2–3 og Kenningu og sáttmála 9:7–9. Framfylgdu áætlun um reglulbundið ritningarnám og bænahald til að hljóta hjálp við eigin ákvarðanatökur, svo sem við vinaval, að sýna öðrum góðvild, fara árla á fætur eða við aðrar ákvarðanir. Ræddu við annað foreldri þitt eða leiðtoga um hvernig ritningarnám og bæn hefur hjálpað þér að taka réttar ákvarðanir.

  2. Lestu bæklinginn Til styrktar æskunni. Skráðu í dagbókina þína allar reglur réttláts lífernis, sem greint er frá í bæklingnum og útskýrðu hvers vegna mikilvægt sé að lifa eftir reglunum. Æfðu þig í að lifa samkvæmt reglum réttláts lífernis með því að velja þrjár til að bæta þig. Þú gætir valið að vera vandlátari á sjónvarpsefni, tónlist, bækur eða aðra miðla eða þú gætir valið að gera úrbætur á hæversku þinni, talsmáta eða heiðarleika. Greindu að þremur vikum liðnum fjölskyldu þinni, bekkjarfélögum eða Stúlknafélagsleiðtoga frá framvindu þinni.

  3. Sjálfræði, eða hæfileikinn til að velja, er ein stærsta gjöf Guðs til barna sinna. Lestu um sjálfræði Jósúa 24:15; 2. Nefí 2 og Kenningu og sáttmála 82:2–10. Ræddu blessanir og ábyrgð sjálfræðis við annað foreldri þitt eða leiðtoga. Skrifaðu í dagbókina um þann skilning sem þú hefur öðlast á sjálfræði og afleiðingum vals og gjörða.

Viðbótargildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur viðbótargildisathugunum. Þú mátt velja neðangreindar athuganir eða útfæra allt að tvær eigin gildisathuganir. Annað foreldri þitt eða Stúlknafélagsleiðtogi verður að samþykkja þær athuganir sem þú útfærir sjálf áður en þú byrjar að vinna að þeim. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Lestu um iðrun í Jesaja 1:18; Alma 26:22; 34:30–35; Moróní 8:25–26 og Kenningu og sáttmálum 19:15–20; 58:42–43. Skrifaðu í dagbókina merkingu iðrunar fyrir þig. Lærðu um ferli iðrunar, biddu Guð um leiðsögn og tileinkaðu þér reglur iðrunar.

  2. Heilagur andi mun hjálpa þér að velja rétt. Lærðu um heilagan anda. Lestu með og ræddu við foreldri, leiðtoga eða vinkonu Esekíel 36:26–27; Jóhannes 14:26; 16:13; Galatabréfið 5:22–25; 2. Nefí 32:5; Moróní 10:4–5 og Kenningu og sáttmála 11:12–14. Skrifaðu síðan í dagbókina á hvaða hátt heilagur andi getur hjálpað þér að taka góðar ákvarðanir í daglegu lífi. Vertu verðug stöðugs samfélags heilags anda og farðu með bænir um að svo megi verða.

  3. Lærðu þema Stúlknafélagsins og íhugaðu vandlega hvað það segir um hver þú ert, hvað þér ber að gera og hvers vegna þér ber að gera það. Skrifaðu í dagbókina hvað þú hyggst gera dag hvern varðandi hæversku, stefnumót og afþreyingarmiðla, til að vera siðferðilega hrein og verðug inngöngu í musterið. Skrifaðu í dagbók þína hvernig slíkt val mun hjálpa þér að vera áfram frjáls og hamingjusöm.

  4. Val er hluti af áætlun himnesks föður fyrir okkur. Lestu HDP Móse 4:1–4; 7:32 og 2. Nefí 9:51. Tileinkaðu þér fyrirmynd skynsamlegrar fjármálastefnu með því að gera fjárhagsáætlun um sparnað og eyðslu, ásamt tíundargreiðslum. Haltu þig innan fjárhagsáætlunar þinnar í þrjá mánuði hið minnsta. Forgangsraðaðu á þann hátt að mikilvægustu þarfir þínar séu uppfylltar áður en langanir eru uppfylltar. Skrifaðu í dagbókina það sem þú hefur lært og hvernig ofangreindar reglur munu halda áfram að blessa líf þitt.

Útfærðar gildisathuganir

Gildisverkefni

Þegar þú hefur lokið sex gildisathugunum vals og ábyrgðar, skaltu útfæra verkefni svo þú getir tileinkað þér það sem þú hefur lært. Verkefnið þarf að vera af þeirri stærðargráðu að það taki a. m. k. 10 klukkustundir að ljúka því. Leitaðu með bænaranda leiðsagnar heilags anda er þú velur þér verðugt verkefni.

Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga Stúlknafélagsins til að samþykkja verkefnið áður en þú hefst handa. Skrifaðu matsúttekt að verkefni loknu. Eftirfarandi eru hugmyndir að gildisverkefni.

  • Hafðu Til styrktar æskunni til viðmiðunar er þú, undir leiðsögn foreldra eða leiðtoga þinna, setur á fót umræðuhóp, tískusýningu eða annað til að hjálpa þér og öðru ungu fólki að lifa samkvæmt staðli Drottins.

  • Hjálpaðu til, undir leiðsögn foreldra eða leiðtoga þinna, að skipuleggja og sjá um ungmennadansleik eða annað félagslegt sem endurspeglar réttar reglur varðandi dans, tónlist, lýsingu og umhverfi.

  • Leggðu mat á notkun þína á afþreyingarmiðlum og tækni. Settu saman og útfærðu áætlun sem varnar því að óviðeigandi efni fari inn á heimili þitt. Sjáðu til þess að áætlun þín hvetji til réttrar notkunar sjónvarps, kvikmynda, tónlistar, tölvu, Alnets, farsíma og annarra afþreyingarmiðla á heimilinu. Miðlaðu öðrum hugmyndum þínum.

  • Lærðu grunnkunnáttu fatabreytinga og saumaskapar og lagaðu fötin þín að staðli hæversks klæðnaðar.

  • Veldu að taka aukinn þátt í heimilisstörfunum með því að taka að þér hreingerningu eða tiltekt. Skrifaði í dagbókina hvernig framtak þitt hjálpaði þér í öðrum þáttum lífs þíns.

Verkefni mitt er:

Áætlun mín um að ljúka verkefninu er:

Samþykkt

Áætlaður lokadagur

Matsúttekt mín á verkefninu er (ásamt tilfinningareynslu og skilningsauka á gildinu val og ábyrgð):

Undirskrift foreldris eða leiðtoga

Dags.

Klukkustundir verkefnis