Stúlknafélagið
Bekkir og merki
Býflugur, 12 og 13 ára
Býflugnabúið var tákn um samhljóm, samráð og vinnu hjá landnemum kirkjunnar. Býfluga er einnig fyrsta nafnið sem stúlkur í Stúlknafélaginu voru kenndar við. Býflugur í dag læra að vinna einhuga saman sem heild er þær styrkja trú sína á Jesú Krist og búa sig undir að standa með sannleika og réttlæti. Þetta er tíminn til að „rís[a] og lát[a] ljós yðar skína“ (K&S 115:5).
Meyjar, 14 og 15 ára
Nafnið mey tengist sögulega nafni Ungmennafélagsins er tók sér merki rósarinnar sem tákn kærleiks, trúar og hreinleika. Meyjar í dag læra um kærleika, trú og hreinleika er þær styrkja vitnisburð sinn og er þær meðtaka og framfylgja gildum Stúlknafélagsins.
Lárberar, 16 og 17 ára
Um aldir hefur lárviðarsveigurinn verið kóróna gerð úr laufblöðum lárviðartrés. Hann er gefinn þeim sem nær mikilsverðum árangri sem tákn um heiður og afrek. Í dag eru Lárberar að ljúka undirbúningi sínum til að gera og halda heilaga sáttmála og meðtaka helgiathafnir musterisins.