Ungmenni
Trú


Trú

Trú er ekki að eiga fullkomna þekking. Ef þið þess vegna eigið trú, þá hafið þið von um það, sem eigi er auðið að sjá, en er sannleikur (Al 32:21).

Ég er dóttir himnesks föður, sem elskar mig. Ég hef trú á eilífri áætlun hans, sem hefur Jesú Krist, frelsara minn, að þungamiðju.

Skyldubundnar gildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur skyldubundnum gildisathugunum. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Trú á Drottin Jesú Krist er fyrsta frumregla fagnaðarerindisins. Lærðu um trú í ritningunum og af lifandi spámönnum. Lestu Hebreabréfið 11; Alma 32:17–43; Eter 12:6–22 og Joseph Smith – Saga 1:11–20. Lestu tvær aðalráðstefnuræður um trú. Iðkaðu trú með því að koma á bænavenju í lífi þínu. Byrjaðu á að flytja reglulega bænir á morgnana og kvöldin. Þegar þú hefur gert svo í þrjár vikur, skaltu ræða við foreldri þitt eða leiðtoga um það sem þú hefur lært um trú og hvernig dagleg bænagjörð hefur styrkt trú þína. Skrifaðu í dagbókina þína hvað þér finnst um trú og bæn.

  2. Kannaðu þær reglur trúar sem mæður hinna ungu stríðsmanna Helamans kenndu þeim. Lestu Alma 56:45–48 og 57:21. Athugaðu hvað „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ (sjá bls. 101) segir um hlutverk mæðra. Ræddu við móður, ömmu eða leiðtoga um þá kosti sem þurfa að prýða konu til að hún geti kennt börnum sínum að hafa trú og að byggja ákvarðanir sínar á sannleika fagnaðarerindisins. Hvernig geta þessar reglur orðið þér að gagni nú þegar og búið þig undir að verða trúföst kona, eiginkona og móðir? Skrifaðu hugsanir þínar og tilfinningar í dagbók þína.

  3. Trú er nauðsynleg ef lifa á samkvæmt reglum fagnaðarerindisins. Lestu um trú í Bible Dictionary, Leiðarvísi að ritningunum eða Sannir í trúnni. Trú á frelsarann Jesú Krist leiðir til verka. Veldu einhverja reglu fagnaðarerindisins, t.d. bæn, tíund, föstu, iðrun eða að halda hvíldardaginn heilagan. Settu saman lexíu um hvernig trú hjálpar þér að lifa samkvæmt reglunni og kenndu hana á heimili þínu eða annars staðar. Sé það mögulegt skaltu fá einhvern í fjölskyldu þinni til að segja frá reynslu sem varð til að efla trú hans eða hennar. Greindu einnig sjálf frá atvikum í lífi þínu sem orðið hafa til að efla trú þína. Skrifaðu í dagbókina um eitt þessara atvika og hvað þér finnst um trú.

Viðbótargildisathuganir.

Ljúktu eftirfarandi þremur viðbótargildisathugunum. Þú mátt velja neðangreindar athuganir eða útfæra allt að tvær eigin gildisathuganir. Annað foreldri þitt eða Stúlknafélagsleiðtogi verður að samþykkja þær athuganir sem þú útfærir sjálf áður en þú byrjar að vinna að þeim. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Lærðu meira um sakramentið. Lestu um Síðustu kvöldmáltíðina í Matteus 26:26–28; Markús 14:22–24; og Lúkas 22:17–20. Gerðu það að venju þinni að hugleiða meðan á sakramentinu stendur með því að hlusta vandlega á sakramentissálminn og bænirnar. Hugleiddu ástæðu þess að við meðtökum brauðið og vatnið. Þegar þú hefur gert þetta í þrjár vikur, skaltu skrifa í dagbókina sumt af því sem þú lofar þegar þú meðtekur sakramentið og hugsar um skírnarsáttmála þinn og hvað þú gerir til þess að halda þessi loforð. Skrifaðu í dagbók þína hvernig skilningur þinn á þessum loforðum hefur styrkt trú þína á frelsarann.

  2. Auktu skilning þinn á friðþægingu Jesú Krists með því að lesa Jesaja 53:3–12; Jóhannes 3:16–17; Rómverjabréfið 5; 2. Nefí 9:6–7, 21–26; Alma 7:11–13; 34:8–17 og Kenning og sáttmála 19:15–20. Skrifaðu í dagbók þína hvað þér finnst um frelsarann og það sem hann hefur gert fyrir þig. Deildu tilfinningum þínum á vitnisburðarsamkomu.

  3. Auktu skilning þinn á sáluhjálparáætluninni. Námsefni er meðal annars: 1. Kórintubréfið 15:22; Opinberunarbókin 12:7–9; 2. Nefí 9:1–28; 11:4–7; Kenning og sáttmálar 76:50–113; 93:33–34; HDP Móse 4:1–4; og Abraham 3:24–27. Teiknaðu mynd, eða fáðu hana einhvers staðar, sem útskýrir sáluhjálparáætlunina, en þar skal vera fortilveran, fæðingin, jarðlífið, dauðinn, dómurinn og lífið eftir dóminn. Notaðu myndina til að útskýra sáluhjálparáætlunina fyrir bekkjarfélögum, fjölskyldu eða vini. Ræddu á hvaða hátt þekking á áætluninni hefur áhrif á gjörðir þínar, hjálpar þér að skilja hver þú ert og hefur styrkt trú þína.

  4. Drottinn hefur boðið okkur að greiða tíund. Lestu Kenning og sáttmálar 119 og Malakí 3:8–12. Greiddu fulla tíund úr því að hlýðni við lögmál þetta ber vitni um trú þína. Skrifaðu í dagbókina að þremur mánuðum liðnum á hvaða hátt tíundargreiðslur hafa aukið trú þína. Skráðu þær lífsins blessanir þínar, bæði stórar og smáar, sem eru ávöxtur trúar þinnar á tíundarlögmálið.

Útfærðar gildisathuganir

Gildisverkefni

Þegar þú hefur lokið sex gildisathugunum trúar, skaltu útfæra verkefni svo þú getir tileinkað þér það sem þú hefur lært. Verkefnið þarf að vera af þeirri stærðargráðu að það taki a. m. k. 10 klukkustundir að ljúka því. Leitaðu í bænaranda leiðsagnar heilags anda er þú velur þér verðugt verkefni.

Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að samþykkja verkefnið áður en þú hefst handa. Skrifaðu matsúttekt að verkefni loknu. Eftirfarandi eru hugmyndir að gildisverkefni.

  • Leggðu „Hinn lifandi Kristur“ á minnið (sjá bls. 102). Er þú gerir það, íhugaðu áhrif frelsarans á þitt eigið líf og hvernig trú þín á hann hefur aukist. Gerðu þér að venju að fylgja fordæmi frelsarans.

  • Lestu Alma 32:28–43. Ímyndaðu þér að trú sé sáðkorn eins og þú plantar grænmetisgarð, hirðir um hann og uppskerð. Skrifaðu í dagbók þína hvernig þú getur nært, hugað að og styrkt trú þína.

  • Taktu þátt í ættfræðinámskeiði í deild þinni eða grein. Safnaðu að þér sögum um ættmenni eða aðra sem sýnt hafa trú eða taktu viðtöl við fjölskyldumeðlimi eða aðra og skráðu sögur þeirra.

  • Lýstu blessun trúar með því að skrifa sögu, ljóð eða söng eða skapaðu listmun til að tjá trú þína á Jesú Krist.

Verkefni mitt er:

Áætlun mín um að ljúka verkefninu er:

Samþykkt

Áætlaður lokadagur

Matsúttekt mín á verkefninu er (ásamt tilfinningareynslu og skilningsauka á gildinu trú):

Undirskrift foreldris eða leiðtoga

Dags.

Klukkustundir verkefnis

Prenta