Ungmenni
Dyggð


Dyggð

Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur (Orðskviðirnir 31:10).

Ég mun búa mig undir að fara í musterið og haldast hrein og verðug.

Hugsanir mínar og gjörðir munu byggjast á háum siðferðisstöðlum.

Skyldubundnar gildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi fjórum gildisathugunum. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Dyggð er hugsanaferill og hegðun byggð á háum siðferðisstöðlum. Hún innifelur skírlífi og hreinleika. Kraftur til þess að skapa stundlegt líf er upphafinn kraftur sem Guð hefur gefið börnum sínum. Guð hefur boðið að hinn helgi sköpunarkraftur skuli aðeins notaður milli karls og konu í löglega vígðu hjónabandi. Lærðu um þýðingu og mikilvægi skírlífis og dyggðar með því að lesa Jakob 2:28, „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ (sjá bls. 101) og hlutann um kynferðislegan hreinleika í Til styrktar æskunni. Lestu einnig þrettánda Trúaratriðið og Orðskviðina 31:10–31. Skrifaðu í dagbókina um blessanirnar sem lofað eru fyrir að vera kynferðislega hrein og tær sem og um skuldbindingu þína við að vera skírlíf.

  2. Að lifa dyggðugu lífi „alltaf, í öllu og alls staðar, hvar sem þið kunnið að vera“ gerir þig hæfa fyrir stöðugt samneyti heilags anda. Þegar þú ert skírð og staðfest þá er þér gefin gjöf heilags anda til að leiðbeina öllum þáttum lífs þíns. Að lifa dyggðugu lífi er forsenda þess að njóta samfélags heilags anda og hljóta blessanir helgiathafna musterisins þar sem heilagur andi dvelst ekki í óhreinum tjaldbúðum. Lestu eftirtaldar ritningartilvísanir og auðkenndu lofaðar blessanir: Jóhannes 14:26–27; 15:26; 2. Nefí 32:1–5 og Kenningu og sáttmála 45:57–59; 88:3–4; 121:45–46. Skrifaðu í dagbókina það sem þú hefur lært og skrifaðu einnig um atvik þegar þú fannst fyrir leiðsögn heilags anda.

  3. Undirbúðu þig til að vera verðug þess að fara í musterið og taka þátt í helgiathöfnum musterisins. Lestu 5. kaflann í Alma. Skrifaðu lista yfir þær spurningar sem Alma spyr. Svaraðu spurningunum fyrir sjálfa þig og gerðu lista yfir þá hluti sem þú getur gert og munt gera til þess að undirbúa þig til að vera hrein og verðug þess að fara í musterið og hljóta allar þær blessanir sem okkar himneskur faðir hefur lofað ástkærum dætrum sínum.

  4. Vegna þess að frelsarinn elskar þig og hefur fórnað lífi sínu þín vegna þá getur þú iðrast. Iðrun er trúariðkun á Jesú Krist. Lestu Moróní 10:32–33, Bók Enosar og hlutann um iðrun í Til styrktar æskunnar. Friðþægjandi fórn frelsarans hefur gert þér kleift að hljóta fyrirgefningu synda þinna. Lærðu sakramentisbænirnar utanbókar sem eru í Kenning og sáttmálum 20:77, 79. Gerðu upp huga þinn að taka verðug við sakramentinu í hverri viku og fylla líf þitt af dyggðugum athöfnum sem munu færa andlegan kraft. Er þú gerir þetta munt þú eflast í getu þinni til að standast freistingar, halda boðorðin og verða líkari Jesú Kristi. Ákvarðaðu hvað þú getur gert daglega til þess að haldast hrein og verðug, skrifaðu áætlun þína í dagbókina.

Gildisverkefni

Þú mátt hefja þetta skyldubundna gildisverkefni hvenær sem er.

Frelsarinn valdi að lifa dyggðugu lífi. Fylgið hvatningu hans „lær af mér“ (K&S 19:23) með því að lesa alla Mormónsbók: Annað vitni um Jesú Krist. Líkið ritningunum við líf ykkar og aðstæður. Skráðu hugsanir þínar reglulega í dagbók þína er þú lest. Taktu eftir fordæmi frelsarans. Hvað gerði lausnarinn og þeir sem fylgdu honum til að lifa dyggðugu lífi? Eftir að þú hefur klárað lesturinn skaltu skrá vitnisburð þinn í dagbókina.

„Ég sagði bræðrunum að Mormónsbók væri réttasta bók á allri jörðu og burðarsteinn trúar okkar og að maðurinn kæmist nær Guði með því að hlíta kenningum hennar, fremur en nokkurrar annarrar bókar“ (Josheph Smith, í inngangi Mormónsbókar).

Vitnisburður minn um Mormónsbók

„Og þegar þér meðtakið þetta, þá hvet ég yður að spyrja Guð, hinn eilífa föður, í nafni Krists, hvort þetta er ekki sannleikur. Og ef þér spyrjið í hjartans einlægni, með einbeittum huga og í trú á Krist, mun hann opinbera yður sannleiksgildi þess fyrir kraft heilags anda“ (Moróní 10:4).

Undirskrift foreldris eða leiðtoga

Dags.

Klukkustundir verkefnis

Prenta