Yfirlit fyrir félagsstúlkur
Tilgangur Eigin framþróunar
Eigin framþróun mun hjálpa þér að styrkja eigin trú á og vitnisburð um Jesú Krist er þú lærir kenningar hans og reglulega færir þér þær í nyt í eigin lífi. Hún mun hjálpa þér að styrkja bæði núverandi og framtíðar fjölskyldu þína. Hún mun hjálpa þér að búa þig undir að gera og halda heilaga sáttmála og meðtaka helgiathafnir musterisins. Og hún mun hjálpa þér að verða trúfastur meðlimur í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sem lætur af hendi rakna.
Verkáætlunin Eigin framþróun er byggð á hinum átta gildum Stúlknafélagsins og markmið hennar er að auka skilning þinn á sjálfri þér, á því hvers vegna þú ert hér á jörðu og hvað þér ber að gera sem dóttir Guðs til að búa þig undir að fara í musterið og gera þar helga sáttmála. Henni er ætlað að búa þig undir framtíðarhlutverk þitt sem trúföst kona, eiginkona, móðir og leiðtogi í Guðs ríki. Verkefnaáætlunin miðar að því að þú skuldbindir þig til ákveðinna verkefna, leysir þau og gerir foreldrum þínum eða leiðtoga grein fyrir framvindu þeirra. Mynstrið sem þú myndar er þú vinnur í Eigin framþróun – eins og bæn, ritningarnám, þjónusta og halda dagbók – munu verða að daglegum venjum. Þessar venjur munu efla vitnisburð þinn og hjálpa þér að læra og verða betri í gegnum ævi þína.
Skilyrði
Þú þarft að gera eftirfarandi til þess að ljúka við verkáætlunina Eigin framþróun:
-
Sækja sakramentissamkomur reglulega (þar sem það er mögulegt).
-
Lifa samkvæmt reglunum í Til styrktar æskunni.
-
Fullvinna gildisathuganir og gildisverkefni fyrir hvert hinna átta gilda.
-
Halda persónulega dagbók.
-
Sækja Trúarskóla yngri deild eða taka þátt í sjálfstæðu námi (þar sem slíkt er í boði).
-
Lesa Mormónsbók reglulega.
-
Skrá vitnisburð þinn um frelsarann Jesú Krist.
Þegar þú hefur lokið við verkefnaáætlunina verður þú hæf til að hljóta Kvendómsviðurkenninguna, eftir verðugleikaviðtal við biskup þinn eða greinarforseta.
Að hefjast handa
Þú getur byrjað á verkáætluninni Eigin framþróun um leið og þú útskrifast úr Barnafélaginu eða um leið og þú hefur skírst, sért þú á aldrinum 12 til 18 ára. Stúlkum sem eru ekki kirkjuþegnar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er einnig velkomið að taka þátt.
Er þú byrjar munt þú fá kyndils hálsmen af Stúlknafélags kyndlinum. Með því að bera þetta hálsmen ertu að sýna skuldbindingu þína til að halda ljósi þínu á lofti og standa fyrir sannleika og réttlæti.
Fáðu foreldra þína þér til aðstoðar við að útfæra verkáætlunina Eigin framþróun og ljúka henni. Samvinna þeirra mun styrkja samband þitt við þau. Móðir þín eða önnur kona sem er til fyrirmyndar má vinna í Eigin framþróun með þér og þið getið áunnið ykkur Kvendómsviðurkenninguna saman. Þú getur lagað reynslu og verkefni að aðstæðum þínum, áhugamálum og þörfum, en þó með fyrirfram samþykki foreldris þíns, Stúlknafélagsleiðtoga eða annars fullorðins einstaklings.
Eigin framþróun getur verið eitt af því góða sem þú gerir á heimili þínu, í kirkju, skóla, trúarskóla og í samfélaginu. Notaðu efnisatriði sem eru aftast í þessari bók til að finna tiltekið efni sem þú hefur áhuga á og þá getur þú komist að því hvernig það efni getur verið notað sem hluti af Eigin framþróun. Mundu að telja sjálfri þér til tekna allt það góða sem þú gerir dag hvern. „Fyrir hið smáa og einfalda verður hið stóra að veruleika“ (Al 37:6).
Leiðbeiningar
Þú þarft að ljúka sex athugunum (þremur skyldubundnum og þremur að eigin vali) og einu 10 klukkustunda verkefni fyrir hvert hinna sjö fyrstu gilda Stúlknafélagsins. Fyrir gildið dyggð þarft þú að ljúka fjórum athugunum og skyldubundna verkefninu að lesa Mormónsbók. Þú mátt byrja á hvaða gildi sem er og haga starfi þínu eins og þér best hentar.
Þegar þú hefur lokið við gildisathugun eða gildisverkefni, skaltu fá foreldri þitt, leiðtoga eða annan fullorðinn til að fara yfir stöðuna með þér. Fáðu þau til að kvitta undir þá athugun í bókina Eigin framþróun. Gerðu skýrslu yfir framvindu þína og notaðu til þess Eigin framþróun – skýrsla í þessari bók (sjá bls. 77).
Gildisathuganir
-
Mælst er til þess að þú ljúkir skyldugildisathugunum áður en þú hefst handa við valgildisathuganir.
-
Þú mátt útfæra allt að tvær gildisathuganir í hverju gildi eða laga þær sem þegar eru fyrir hendi í bókinni að áhugamálum þínum, markmiðum eða aðstæðum. Fáðu foreldri, leiðtoga eða annan fullorðinn til þess að samþykkja áður en þú hefst handa.
Gildisverkefni
-
Ljúktu skyldu athugunum áður en þú hefst handa við verkefni viðeigandi gildis. Þetta á við öll gildin nema gildið dyggð. Þú mátt byrja að lesa Mormónsbók hvenær sem er.
-
Fáðu foreldri, leiðtoga eða annan fullorðinn til þess að samþykkja hvert gildisverkefni áður en þú hefst handa.
-
Þú mátt bjóða öðrum að hjálpa þér með gildisverkefni, en hvert verkefni þarf að taka yfir 10 klukkustundir af eigin ráðstöfunartíma þínum.
Hraði og viðurkenning
-
Þú getur unnið á þínum hraða, en ættir samt alltaf að hafa að viðfangsefni eina athugun eða eitt verkefni hið minnsta. Mælt er með eftirfarandi:
-
Ljúka við að minnsta kosti eina athugun á mánuði og eitt verkefni á sex mánaða fresti (tvö verkefni á ári).
-
Sækja sakramentissamkomur reglulega og taka þátt í trúarskóla (þar sem það er mögulegt).
-
Hafa fund með meðlim biskupsráðs þíns að minnsta kosti einu sinni á ári til að ræða framgang þinn í Eigin framþróun, hvernig gengur að lifa eftir reglunum í Til styrktar æskunni og aðrar spurningar sem þú gætir haft.
-
-
Þegar lokið hefur verið við allar athuganir og verkefnið fyrir tiltekið gildi mun leiðtogi þinn heiðra árangur þinn á Stúlknafélagsfundi og afhenda þér táknmynd sem setja skal í Eigin framþróun – afreksvottorð í þessari bók (sjá bls. 78) og borða sem setja skal í ritningarnar þínar.
-
Þú munt fá árlegt tækifæri til að deila afrekum þínum í Eigin framþróun á fundinum Framúrskarandi stúlkur.
-
Árangur þinn verður einnig sýnilegur þegar þú hlýtur Vottorð Býflugna, Meyja og Lárbera er þú færist frá einum bekk í annan.
Verklok Eigin framþróunar
-
Þegar þú hefur lokið við allar gildisathuganir og gildisverkefni Eigin framþróunar skalt þú skrifa vitnisburð þinn um frelsarann Jesú Krist á bls. 79. Farðu yfir „Kvendómsviðurkenningar“ hlutann af þessari bók með foreldri, leiðtoga eða öðrum fullorðnum (bls. 76). Síðan skalt þú fá viðtal hjá biskupi þínum til þess að hann geti skrifað undir meðmælin á bls. 82 og búið sig undir að veita þér Kvendómsviðurkenningar vottorðið og hálsmen.
-
Mælst er til þess að þú vinnir jöfnum höndum í Eigin framþróun allan þann tíma sem þú ert í Stúlknafélaginu, jafnvel eftir að þú hefur áunnið Kvendómsviðurkenninguna. Uppástungur varðandi áframhaldandi framþróun eru í hlutanum „Hvað geri ég þegar ég lýk Eigin framþróun?“ (bls. 83). Farðu yfir þetta með foreldri, leiðtoga eða öðrum fullorðnum. Þú getur valið að ávinna þér Heiðurs býflugu sem er skraut sem sett er á hálsmen þitt eða þú getur valið að hefja verkáætlunina að nýju. Þú ert einnig hvött til að hjálpa öðrum stúlkum með þeirra Eigin framþróun. Með áframhaldandi framþróun munt þú halda þér á þeim vegi sem liggur til musterisins og þróa eiginleika sem munu hjálpa þér alla þína ævi.