Ungmenni
Guðlegt eðli


Guðlegt eðli

Verið hluttakendur í guðlegu eðli. … Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika (2. Pétursbréf 1:4‒7).

Ég hef fengið að erfðum guðlega eiginleika, sem ég hyggst kappkosta að þroska.

Skyldubundnar gildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur skyldubundnum gildisathugunum. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Hvaða guðlega eiginleika hefur dóttir Guðs? Lestu „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ (sjá bls. 101); 2. Pétursbréfið 1; Alma 7:23–24 og Kenning og sáttmála 121:45. Skráðu þá guðlegu eiginleika sem fram koma í lesefninu og notaðu til þess þitt eigið orðalag. Íhugaðu hvernig þú getur uppgötvað og þroskað hvern þessara eiginleika. Skrifaðu hugsanir þínar í dagbókina.

  2. Þú sem stúlka ert blessuð með himneskum kvenlegum eiginleikum. Auktu skilning þinn og gildismat á kvendómi. Lestu Orðskviðina 31:10–31 og tvær aðalráðstefnuræður um kvendóm. Kannaðu hvað „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ (sjá bls. 101) segir um hlutverk eiginkonu og móður. Spurðu síðan móður þína eða móður einhvers annars um hvað hún álíti vera mikilvæga eiginleika mæðra. Skrifaðu eiginleikana í dagbókina þína. Veldu síðan einn af eiginleikunum og gerðu þitt besta til að þroska hann. Greindu öðru foreldri þínu eða leiðtoga frá árangrinum að tveimur vikum liðnum.

  3. Bættu fjölskyldulíf þitt. Leggðu sérstaklega á þig í tvær vikur að efla samband þitt við einhvern í fjölskyldunni með því að sýna einkar elskulega framkomu. Forðastu að dæma, gagnrýna eða tala óblíðlega og vertu sérstaklega vakandi fyrir jákvæðum eiginleikum í fari hans eða hennar. Skrifaðu hvatningarorðsendingar, biddu fyrir þessum fjölskyldumeðlim, finndu út hvernig þú getur verið hjálpsöm og tjáðu ást þína með orðum. Miðlaðu reynslu þinni og þeim himnesku eiginleikum sem þú hefur uppgvötað með þessum fjölskyldumeðlim eða foreldri eða leiðtoga.

Viðbótargildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur viðbótargildisathugunum. Þú mátt velja neðangreindar athuganir eða útfæra allt að tvær eigin gildisathuganir. Annað foreldri þitt eða Stúlknafélagsleiðtogi verður að samþykkja þær athuganir sem þú útfærir sjálf áður en þú byrjar að vinna að þeim. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Lærðu sakramentisbænirnar utanbókar sem eru í Kenning og sáttmálum 20:77, 79. Hlustaðu vandlega á bænirnar á sakramentissamkomum og íhugaðu merkingu þess að taka á þig nafn Jesú Krists og á hvaða hátt það ætti að hafa áhrif á gjörðir þínar og ákvarðanir. Æfðu þig í að halda skírnarsáttmálann. Byrjaðu á að gera eitthvað dag hvern til að þekkja og þroska áfram guðlega eiginleika þína og hjálpa þér að hafa Drottin Jesú Krist ávallt í huga. Skrifaðu reynslu þína í dagbókina að tveimur vikum liðnum.

  2. Hlýðni er einn af eiginleikum frelsarans. Reyndu þitt besta til að vera hlýðnari foreldrum þínum. Lestu Lúkas 2:40–51 og Jóhannes 6:38. Gerðu það að vana að koma fram við forelda þína af virðingu og góðmennsku og hlýða þeim án þess að þeir þurfi að minna þig á að gera hlutina. Skrifaðu að tveimur vikum liðnum í dagbókina og greindu frá ástæðu þess að slík hlýðni kallaði fram í þér aukna löngun til að halda áfram að hlýða og hvernig hlýðni hefur hjálpað þér að skilja guðlegt hlutverk mæðra og feðra.

  3. Þroskaðu guðlega eiginleika þína. Lestu Matteus 5:9; Jóhannes 15:12; Galatabréfið 5:22–23; Kólossubréfið 3:12–17; 1. Jóhannesarbréfið 4:21 og Moróní 7:44–48. Lærðu utanbókar það vers sem höfðar best til þín í þessu lesefni. Auðkenndu hina guðlegu eiginleika sem fram koma í þessum ritningarversum og skráðu þá í dagbókina. Veldu einn af eiginleikunum og gerðu þitt besta í tvær vikur við að tileinka þér hann í daglegu lífi. Skrifaðu greinargerð um framvindu og reynslu í dagbókina.

  4. Lærðu að skilja merkingu hugtaksins friðflytjandi. Finndu síðan og lestu fimm ritningarvers sem kenna um friðflytjendur. Vertu fyrirmyndarfriðflytjandi á heimili þínu og í skóla og forðastu að gagnrýna, mögla eða tala óblíðlega við eða um aðra. Farðu með bæn kvölds og morgna og biddu himneskan föður um hjálp við slíka breytni. Að loknum tveimur vikum skaltu skrifa í dagbókina þína um þær nýju venjur sem þú vilt þróa, hvernig það að vera friðflytjandi er hluti af guðlegu eðli þínu og hvernig þú munt halda áfram að vera friðflytjandi.

Útfærðar gildisathuganir

Gildisverkefni

Þegar þú hefur lokið sex gildisathugunum guðlegs eðlis, skaltu útfæra verkefni svo þú getir tileinkað þér það sem þú hefur lært. Verkefnið þarf að vera af þeirri stærðargráðu að það taki a. m. k. 10 klukkustundir að ljúka því. Leitaðu með bænaranda leiðsagnar heilags anda er þú velur þér verðugt verkefni.

Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að samþykkja verkefnið áður en þú hefst handa. Skrifaðu matsúttekt að verkefni loknu. Eftirfarandi eru hugmyndir að gildisverkefni.

  • Þroskaðu hæfileika sem verður þér nytsamur á framtíðarheimili þínu, svo sem matseld, saumaskap, viðhald, skipulagningu eða hönnun. Kenndu einhverjum slíka hæfni og útskýrðu hvernig það að koma á húsi reglu (sjá K&S 109:8) er eitt af himneskum hlutverkum þínum.

  • Þjónaðu einhverjum sem á því þarf að halda um nokkuð langt skeið, svo sem ungri móður, einhverjum fötluðum eða eldri manneskju. Skrifaðu í dagbókina þína hvernig þjónusta þín hefur hjálpað þér að bera kennsl á guðlegt eðli í þér sjálfri og í öðrum.

  • Skrifaðu lista yfir himneska eiginleika og hlutverk kvenna eins og kennt er í „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ (sjá bls. 101) og leystu af höndum verkefni sem eflir skilning þinn á einhverju þessara hlutverka.

  • Búðu til eitthvað fyrir heimilið þitt eða framtíðarheimili með listsköpun eða handverki. Skrifaðu í dagbók þína hvernig það að vera skapandi er hluti af guðlegu eðli þínu og hvernig líf þitt hefur verið blessað er þú deilir sköpunargleði þinni með öðrum.

  • Það er himneskur eiginleiki að geta unnið í samhljóm með öðrum (sjá K&S 38:37). Leystu af höndum verkefni sem stuðlar að einingu í stórfjölskyldu þinni, skólanum þínum eða í samfélagi þínu. Skráðu í dagbókina þína hvernig þú getur skipt sköpum þegar þú vinnur í einingu með öðrum.

Verkefni mitt er:

Áætlun mín um að ljúka verkefninu er:

Samþykkt

Áætlaður lokadagur

Matsúttekt mín á verkefninu er (ásamt tilfinningareynslu og skilningsauka á gildinu guðlegt eðli):

Undirskrift foreldris eða leiðtoga

Dags.

Klukkustundir verkefnis

Prenta