Ungmenni
Þekking


Þekking

Sækist eftir fræðslu með námi og einnig með trú (K&S 88:118).

Ég leita stöðugt tækifæra til lærdóms og þroska.

Skyldubundnar gildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur skyldubundnum gildisathugunum. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Lærðu mikilvægi þess að öðlast þekkingu með því að lesa Orðskviðina 1:5; 4:7; 2. Nefí 28:30 og Kenningu og sáttmála 88:78–80, 118; 90:15; 130:18–19; 131:6. Íhugaðu ástæður þess að nauðsynlegt er fyrir þig að öðlast þekkingu og skilning á því hvernig má tileikna sér reglur fagnaðarerindisins á heimili þínu og í fjölskyldu nú og í framtíðinni. Skrifaðu í dagbókina það sem þú hefur lært um þekkingu og ræddu það við einhvern í fjölskyldu þinni eða Stúlknafélagsleiðtoga.

  2. Skrifaðu í dagbókina hæfileika sem bæði þú og aðrir hafa sem þú mundir óska að þroska. Lestu Matteus 25:14–30. Bættu hæfni þína og getu í einhverju sem kemur sér vel fyrir þig á heimili þínu eða í fjölskyldu þinni í framtíðinni (dæmi: Píanóleik, söng, fjármál, tímaskipulag, matseld, saumaskap eða barnaumsjá). Ræddu við einhvern í fjölskyldu þinni, bekk eða Stúlknafélagsleiðtoga um það sem þér hefur lærst.

  3. Lærðu utanbókar 13. Trúaratriðið og farðu með það fyrir foreldri, leiðtoga eða annan fullorðinn. Farðu í safn eða á sýningu sem tekur á dansi, tónlist, mælskulist eða leiklist. Hafðu trúaratriði þetta til hliðsjónar og leggðu mat á það sem þú sást og heyrðir. Skrifaðu hugsanir þínar í dagbókina um það hvernig þú getur notað þetta Trúaratriði sem leiðbeiningu í öllu sem þú gerir til þess að heilagur andi verði stöðugur förunautur þinn. Deildu þessum hugsunum með foreldri eða leiðtoga.

Viðbótargildisathuganir

Ljúktu eftirfarandi þremur viðbótargildisathugunum. Þú mátt velja neðangreindar athuganir eða útfæra allt að tvær eigin gildisathuganir. Annað foreldri þitt eða Stúlknafélagsleiðtogi verður að samþykkja þær athuganir sem þú útfærir sjálf áður en þú byrjar að vinna að þeim. Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga til að dagsetja og kvitta fyrir hverja athugun að henni lokinni.

  1. Veldu einhverja reglu fagnaðarerindisins sem þú óskar að skilja betur (dæmi: Trú, iðrun, kærleikur, eilífar fjölskyldur eða skírnarsáttmáli). Lestu ritningarvers og orð síðari daga spámanna sem tengjast reglunni. Semdu fimm mínútna ræðu um efnið sem þú flytur svo á sakramentissamkomu, á Stúlknafélagsfundi, fyrir fjölskylduna þína eða í bekknum þínum. Skrifaðu í dagbókina hvernig þú getur notfært þér þessar reglur fagnaðarerindisins í lífi þínu.

  2. Kynntu þér atvinnugrein sem þú hefur áhuga á. Ræddu við einhvern sem starfar í þeirri atvinnugrein og kynntu þér starfsábyrgðina, starfsþjálfun eða starfsmenntun viðkomandi og gagnsemi starfsins fyrir samfélagið. Skrifaðu athuganir þínar í dagbókina.

  3. Lærðu utanbókar tvo af eftirlætissálmunum þínum í Sálmabókinni. Lærðu rétta söngstjórn (sjá Sálmar, 168–171) og stjórnaðu síðan að minnsta kosti tvisvar sálmasöng á fjölskyldukvöldi, Stúlknafélagsfundi, í trúarskóla eða á annarri kirkjusamkomu. Lestu ritningarversin sem eru aftan við hvern sálmanna.

  4. Í Stúlknafélagsbúðum lærir þú kunnáttu er varðar skyndihjálp, öryggi, hreinlæti og að lifa af. Farðu yfir þessa kennslu sem er í Young Women Camp Manual og skrifaðu í dagbókina hvernig þú gætir fært þér hana í nyt á heimili þínu til þess að tryggja öryggi fjölskyldu þinnar. Útbúðu lista yfir grunnhluti sem fjölskyldan þín mun þurfa ef upp kæmi neyðaratvik. Kenndu lexíu á fjölskyldukvöldi eða deildu með Stúlknafélagsleiðtoga því sem þú hefur lært og þeirri viðbótar færni sem þig langar að læra til að undirbúa þig undir hættuástand.

Útfærðar gildisathuganir

Gildisverkefni

Þegar þú hefur lokið sex gildisathugunum þekkingar, skaltu útfæra verkefni svo þú getir tileinkað þér það sem þú hefur lært. Verkefnið þarf að vera af þeirri stærðargráðu að það taki a. m. k. 10 klukkustundir að ljúka því. Leitaðu með bænaranda leiðsagnar heilags anda er þú velur þér verðugt verkefni.

Fáðu foreldri þitt eða leiðtoga Stúlknafélagsins til að samþykkja verkefnið áður en þú hefst handa. Skrifaðu matsúttekt að verkefni loknu. Eftirfarandi eru hugmyndir að gildisverkefni.

  • Lærðu heimilishald hjá móður þinni, ömmu eða annarri konu sem þú hefur dálæti á. Beittu síðan því sem þú hefur lært á heimili þínu.

  • Búðu þig undir æðri menntun og aflaðu þér upplýsinga með því að kynna þér inntökuskilyrði framhaldsskóla, námsstyrki og námslán, skólagjöld og önnur útgjöld. Sæktu um inngöngu þegar viðeigandi er.

  • Lestu Kenningu og sáttmála 89. Íhugaðu hvað þú getur gert til að komast í enn betra form líkamlega. Gerðu heilsufarsráðstafanir með því að útfæra líkamsræktaráætlun og æfa þig reglulega og með því að læra að tilreiða og neyta heilsusamlegs matar.

  • Lærðu um rétta meðhöndlun á fötum, þar á meðal hvernig á að þvo, strauja og lagfæra sem og breyta fötum. Beittu þeirri færni sem þú hefur lært með því að annast eigin fatnað.

  • Þróaðu leikni í einhverri heimilisiðn í samvinnu við móður þína, ömmu eða systur í deild þinni eða grein.

Verkefni mitt er:

Áætlun mín um að ljúka verkefninu er:

Samþykkt

Áætlaður lokadagur

Matsúttekt mín á verkefninu er (ásamt tilfinningareynslu og skilningsauka á gildinu þekking):

Undirskrift foreldris eða leiðtoga

Dags.

Klukkustundir verkefnis

Prenta