Ungmenni
Kvendómsviðurkenning


Kvendómsviðurkenning

Er þú hefur lokið við verkefnaáætlunina Eigin framþróun, verður þú hæf til að hljóta Kvendómsviðurkenninguna. Til að hljóta viðurkenninguna þarft þú að:

  • Sækja sakramentissamkomur reglulega (þar sem það er mögulegt).

  • Lifa samkvæmt reglunum í Til styrktar æskunni.

  • Fullvinna gildisathuganir og gildisverkefni fyrir hvert hinna átta gilda.

  • Halda einkadagbók.

  • Sækja Trúarskólann yngri deild eða taka þátt í sjálfstæðu námi (þar sem slíkt er í boði).

  • Lesa Mormónsbók reglulega.

  • Skrá vitnisburð þinn um frelsarann Jesú Krist.

Viðurkenning þessi veitist þér sökum eigin verðugleika og fyrir að ljúka öllum tilskildum verkefnum Eigin framþróunar. Þú munt, sem viðtakandi viðurkenningarinnar, sýna með lífi þínu að þú vinnir stöðugt að þinni eigin framþróun. Þú ert undir það búin að gjöra og halda helga sáttmála musterisins. Þú ert skuldbundin til að halda boðorðin, þjóna öðrum og þroska gjafir þínar og hæfileika og miðla af þeim. Þú munt kappkosta að efla heimilið og fjölskylduna.

Kvendómsviðurkenninguna má veita á sakramentissamkomu. Eftir að þú hefur hlotið viðurkenninguna, ber þér að halda áfram að lifa staðfastlega samkvæmt reglunum í Til styrktar æskunni. Tileinkaðu þér það sem þér hefur lærst er þú býrð þig undir að gjöra helga sáttmála musterisins við himneskan föður. Þú munt öðlast gleði og hamingju er þú gerir það.