„Hvernig þið getið verið trúboðar,“ Barnavinur, júlí 2023, 2–3.
Frá Æðsta forsætisráðinu
Hvernig þið getið verið trúboðar
Aðlagað úr „Prédika fagnaðarboðskap friðarins,“ aðalráðstefna, apríl 2022; og „Ver fyrirmynd trúaðra,“ aðalráðstefna, okt. 2010.
Drottinn sagði við lærisveina sína: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni“ (Markús 16:15). Allir verðskulda tækifæri til að vita hvar þeir geta fundið von og frið Jesú Krists. Hvert okkar hefur þá helgu ábyrgð að deila friði Jesú Krists með öllum sem vilja hlusta.
Þið getið hjálpað öðrum að finna frið fagnaðarerindisins með því að:
-
Sýna gott fordæmi.
-
Fylgja Jesú Kristi, svo ljós hans geti skinið í augum ykkar.
-
Stækka vinahópinn ykkar.
-
Bjóða vini að lesa Mormónsbók.
-
Bjóða vini að sækja kirkjusamkomu eða kirkjuskemmtun með ykkur.
Þið getið líka ákveðið að þjóna í trúboði þegar þið eruð eldri. Það mun blessa ykkur og marga til viðbótar.
Vinahópur
Komist að því hve margir vinanna í myndinni að neðan á Barnafélagsviðburði eru með/í:
-
Dökkt hár
-
Gulum bol
-
Fléttur
-
Gleraugu
-
Grænan bakpoka
-
Rauðum skóm
-
Hjólastól
-
Fótbolta