2023
Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin
Júlí 2023


„Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin“ Barnavinur, júlí 2023, 49.

Nýja testamentið

Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin

Ljósmynd
Alt text

Fyrir Postulasöguna 1–5

Hjálpið litlu börnunum að segja: „Ég get fylgt spámanninum.“ Sýnið þeim mynd af Nelson forseta og syngið viðlagið í „Fylgið spámanninum“ (Barnasöngbókin 58). Hugsið um það þegar þið fylgduð spámanninum.

Fyrir Postulasöguna 6–9

Safnið litlu börnunum saman og slökkvið ljósin í herberginu. Notið vasaljós til að leiðbeina þeim um herbergið. Útskýrið að heilagur andi sé eins og vasaljós, því hann getur leiðbeint okkur og sýnt okkur leiðina.

Fyrir Postulasöguna 10–15

Skoðið myndir af börnum með mismunandi húðlit, líkamsbyggingu og líkamlega getu, með litlu börnunum. Útskýrið að himneskur faðir elskar öll sín börn. Hjálpið litlu börnunum að gera hjarta með höndunum og haldið því við hliðina á myndunum.

Fyrir Postulasöguna 16–21

Hjálpið litlu börnunum að útbúa trúboðsnafnspjöld með nöfnum þeirra og fullu nafni kirkjunnar. Útskýrið að trúboðar kenna fólki um Jesú. Límið nafnspjöldin á þau og hjálpið litlu börnunum að segja af hverju þau elska Jesú.

Prenta