2023
Kofta í hádegismat
Júlí 2023


„Kofta í hádegismat,“ Barnavinur, júlí 2023, 12–13.

Kofta í hádegismat

„Hvað er þetta skrítna sem þú ert að borða?“

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

Drengur situr við hádegisverðarborð

Roy settist við borðið og opnaði nestisboxið sitt. Fjölskylda hans var nýflutt og þetta var fyrsti dagurinn hans í nýja skólanum. Mamma hans hafði útbúið kofta, eftirlætis armenska matinn hans. Hann var spenntur að borða!

Roy rúllaði burtu vaxpappírnum sem vafinn var utan um koftað. Það var eins og löng, mjó kjötbolla. Hann elskaði lyktina af kryddinu sem bakað var inn í kjötið. Holan í miðjunni gerði það eins og litla flautu. Hann bar það að vörunum og blés. Svo tók hann bita. Ljúffengt!

„Heyrðu,“ sagði drengur hinum megin við borðið. „Hvað er þetta skrítna sem þú ert að borða?“

Roy fann að hann roðnaði. „Þetta er hádegismaturinn minn.“

„Ja, hann lítur ekki mjög vel út.“ Drengurinn hló.

Roy vissi ekki hvað hann ætti að segja. Hann vissi ekki að enginn annar á svæðinu borðaði kofta. Hann vildi að þeir héldu að hann væri skrítinn! Hann gekk því frá hádegismatnum og hljóp út í frímínútur.

Eftir skóla, fann Roy mömmu þar sem hún tók upp úr kössum.

Ég vil ekki koma með kofta í skólann aftur,“ sagði Roy.

„Af hverju?“ spurði mamma. „Það er uppáhaldið þitt.“

Roy sagði henni hvað gerðist í skólanum. „Þetta var svo vandræðalegt!“

„Mér þykir leitt að þetta hafi gerst,“ sagði mamma. „Flest fólk hérna hefur aldrei smakkað kofta. Hvað ef við gæfum hinum börnunum tækifæri til að smakka?“

„Af hverju?“ spurði Roy. „Þau eiga ekki eftir að borða það.“

„Þú kemst ekki að því nema þú spyrjir! Ég veit að það er erfitt að eignast nýja vini. En við erum öll börn Guðs. Stundum verðum við bara að læra meira um hvert annað.“

Roy hugsaði málið. Hann vildi ekki verða að athlægi. En hann vildi samt gefa krökkunum við hádegisverðarborðið betra tækifæri til að skilja. Og kofta var afar bragðgott.

Hann kinkaði kolli. „Allt í lagi Við skulum laga meira.“

Daginn eftir dró Roy djúpt andann í hádeginu. Hann settist við hlið stráksins sem hafði hlegið að honum.

Roy opnaði nestisboxið sitt. „Vill einhver ykkar smakka armenskan mat?“

Hinir krakkarnir hópuðust í kringum Roy þegar hann tók utan afkoftanu.

„Ég skal smakka,“ sagði strákurinn.

„Ég líka,“ sagði stelpa. Roy deildi út kofta, svo allir gætu smakkað. Svo tóku allir bita.

„Þetta er mjög gott!“ sagði strákurinn. „Hvað heitir þetta?“

„Kofta,“ sagði Roy.

„Flott!“ Drengurinn brosti. „Ég heiti John. „Viltu leika í frímínútum?“

Roy gat aðeins kinkað kolli með fullan munninn. Mamma hans hafði rétt fyrir sér – þau voru líka öll börn Guðs! Og að deila með þeim hjálpaði honum að eignast vini.

Alt text

Myndskreyting: Mark Robison