„Fylgja Jesú í Nepal,“ Barnavinur, júlí 2023, 16–17.
Fylgja Jesú í Nepal
Hittið Samyog!
Um Samyog
Aldur: 9 ára
Frá: Bagmati-héraði, Nepal
Tungumál: Nepalska, enska
Markmið og draumar: 1) Verða flugmaður. 2) Fylgja Jesú Kristi. 3) Gefa fyrsta syni hans nafnið „Sreejal,“ sem þýðir hreinleiki.
Fjölskylda: Samyog, Aama (mamma), Buba (pabbi) og tvær didis (eldri systur)
Hvernig Samyog fylgir Jesú
Í Nepal er ekki margt fólk kristið. Margir vita alls ekki mikið um Jesú Krist. Samyog hefur unun af því að segja öðrum frá Jesú.
Eitt sinn hélt skóli Samyog upp á jólin til að kenna nemendum um hátíðir um heim allan. Samyog sagði frá því að hann væri kristinn. Hann svaraði spurningum kennara sinna og samnemenda um Jesús.
„Ég vil fylgja Jesú Kristi í lífinu öllu,“ sagði Samyog.
Eftirlætishlutir Samyog.
Saga um Jesús: Þegar hann dó fyrir okkur, því hann elskar okkur
Staður: Stofan á heimili hans
Barnafélagssöngur: „Fylgið spámanninum“ (Barnasöngbók, 58–59)
Matur: Kaka og kukhura (kjúklingur)
Litir: Appelsínugulur og blár
Fag í skóla: Vísindi og stærðfræði