2023
Kom, fylg mér – Verkefni
Júlí 2023


Kom, fylg mér – Verkefni,“ Barnavinur, júlí 2023, 6–7.

Kom, fylg mérVerkefni

Fyrir heimiliskvöld eða ritningarnám – eða bara til ánægju!

Fylgið leiðtoganum

Ljósmynd
Alt text

Myndskreyting: Katy Dockrill

Fyrir Postulasöguna 1–5

Saga: Eftir að Jesús dó, var Pétur kallaður til að vera leiðtogi kirkju Drottins. Þið getið lesið þessa sögu á síðu 46 eða í Postulasögunni 2–3.

Söngur: „Verið sönn“ (Barnasöngbókin, 81)

Verkefni: Veljið einhvern til að vera leiðtoginn. Leiðtoginn framkvæmir hreyfingu (hoppar t.d. á einum fæti eða snýr sér í hringi). Hinir herma eftir. Þegar leiðtoginn breytir hreyfingunni, herma hinir eftir hinni nýju hreyfingu. Skiptist á þangað til allir hafa fengið að vera leiðtoginn.

Hrein aftur

Ljósmynd
Alt text

Fyrir Postulasöguna 6–9

Saga: Maður að nafni Sál reyndi að eyða kirkju Jesú Krists. Síðan iðraðist hann og breytti lífi sínu. Hann varð trúboði og kenndi fólki um Jesú Krist. Hann varð þekktur sem Páll. (Sjá Postulasagan 9:1–20.)

Söngur: „Ég veit að Guð er til“ (Barnasöngbók, 8)

Verkefni: Gerið hendurnar á ykkur skítugar. Hvernig líður ykkur þegar hendurnar á ykkur eru skítugar? Hreinsið því næst hendurnar með sápu og vatni. Að þvo hendurnar er eins og iðrun. Við getum iðrast vegna Jesú og orðið hrein aftur eftir að hafa syndgað.

Trúboðsáskorun

Ljósmynd
Alt text

Fyrir Postulasöguna 10–15

Saga: Barnabas og Páll voru trúboðar (sjá Postulasagan 13:2–4). Þeir kenndu fólkinu um frelsarann. Trúboðar í dag kenna fólki líka um hann.

Söngur: „Segðu mér sögur um Jesú“ (Barnasöngbók, 36)

Verkefni: Veljið áskorun frá síðum 38–39 til að vinna saman, t.d. að þjóna nágranna. Hvernig getið þið verið trúboðar núna?

Mynd af þér

Ljósmynd
Alt text

Fyrir Postulasöguna 16–21

Saga: Postulinn Páll kenndi að við erum öll börn Guðs (sjá Postulasagan 17:28–29). Himneskur faðir elskar öll börn sín. Hann hefur gefið hverju okkar ýmsar gjafir og hæfileika.

Söngur: „Guðs barnið eitt ég er“ (Barnasöngbók, 2–3)

Verkefni: Teiknið sjálfsmynd. Skrifið efst: „Ég er barn Guðs.“ Skrifið eða teiknið í kringum myndina það sem ykkur finnst skemmtilegt að gera. Hvernig getið þið notað hæfileika ykkar til að hjálpa öðrum?

Prenta