„Skírnarsögur,“ Barnavinur, júlí 2023, 30–31.
Skírnarsögur
„Brautryðjandi er einhver sem er fyrstur til að gera eitthvað,“ sagði mamma.
Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.
Mary sneri sér og dáðist að hvíta kjólnum hennar í speglinum. Þetta var sami kjóll og móðir hennar hafði klæðst við skírnina sína. Marluce langamma hafði lagað hann að Mary. Nú gat Mary klæðst honum í eigin skírn!
„Þú ert falleg!“ Mamma tók í hönd Mary og sneri henni í annan hring.
Mary flissaði. „Get ég verið í honum í allan dag?“
„Við skulum spara hann fyrir skírnina svo hann verði hreinn og fínn, er það í lagi?“ spurði mamma.
„Allt í lagi.“ Mary átti að skírast þegar hún yrði átta ára og hún hafði verið að búa sig undir það í nokkurn tíma. Hún hafði farið í Barnafélagið, lesið ritningar og jafnvel farið í skírnir vina hennar. En afmælisdagurinn virtist enn svo langt í burtu!
Mary hjúfraði sig að mömmu í sófanum. „Mamma, hvað varst þú gömul þegar þú skírðist?“
„Ég var 16 ára.“
„Vá! Af hverju beiðstu svona lengi?“
Mamma faðmaði Mary þétt að sér. „Af því að ég vissi ekki um endurreista kirkju Jesú Krists fyrr en þá. Ég byrjaði að mæta á kirkjuviðburði með nokkrum vinum mínum. Því meira sem ég lærði, því meira langaði mig að láta skírast!“
„Af hverju?“ spurði Mary.
„Því ég vildi eignast eilífa fjölskyldu.“ Mamma benti á myndina af musterinu sem hékk fyrir ofan þær. „Ég lærði að einn daginn gæti ég innsiglast fjölskyldu minni að eilífu í musterinu. Að eignast eilífa fjölskyldu var draumurinn minn. Skírnin var fyrsta skrefið! Og núna er draumurinn að rætast.“
Mary brosti. „Þú átt pabba, Mallory og Maeva litlu! Og auðvitað mig líka.“
„Já, auðvitað. Og ömmu Angelu.“
„Skírðist amma með þér?“
„Hún beið í nokkur ár. En hvenær sem við ferðuðumst nálægt musterum, stönsuðum við og skoðuðum þau.“
Mary hugsaði um mömmu og ömmu að skoða saman musteri. „Hvað með pabba? Hvað var hann gamall þegar hann skírðist?“
„Hann var 11 ára.“
„Og hann bjó þá í Brasilíu?“
„Það er rétt,“ sagði mamma. „Um allan heim er fólk að læra um Jesú og skírn. Fullt af því eru brautryðjendur.“
„Brautryðjendur?“
„Brautryðjandi er einhver sem er fyrstur til að gera eitthvað,“ sagði mamma.
Mary hugleiddi þetta. „Eins og þú sem varst fyrst í fjölskyldunni þinni til að skírast?“
Mamma kinkaði kolli og brosti.
Í þeirri andrá gekk pabbi inn í herbergið og skellti sér í sófann.
„Pabbi, varst þú brautryðjandi í þinni fjölskyldu?“
„Nokkurn veginn. Eftir að ég skírðist, komst ég að því að Rosimere amma var nú þegar meðlimur kirkjunnar okkar! En hún hafði ekki farið í kirkju í mörg ár.“
„Í alvöru? Hvað gerðist?“
„Ég byrjaði að sækja kirkju. Síðan byrjuðu bræður mínir að fara, svo Rosimere amma líka. Jafnvel Marluce langamma slóst í hópinn!“
Mary ímyndaði sér pabba aleinan á leið í kirkju og svo með sífellt fleiri fjölskyldumeðlimum.
„Vá,“ sagði Mary. „Mér finnst gaman að heyra sögurnar ykkar. Þær gera mig jafnvel enn spenntari að skírast.“
„Takk fyrir að spyrja okkur allra þessa spurninga, Mary,“ sagði pabbi. „Megum við núna spyrja þig einnar?“
Mary kinkaði kolli. Hvað myndu þau spyrja?
„Af hverju vilt þú skírast?“
Mary hugsaði um það sem hún hafði lært í ritningunum og hvernig henni leið í kirkju. „Af því að ég vil fylgja Jesú og vera að eilífu með fjölskyldu minni.“
Mamma og pabbi brostu bæði og Mary tæklaði foreldra sína í faðmlagi. „Ég get varla beðið!“