2023
Benjamin talar um ættarsögu
Júlí 2023


„Benjamin talar um ættarsögu,“ Barnavinur, júlí 2023, 36–37.

Benjamin talar um ættarsögu

Benjamin er frá Buenos Aires, Argentínu. Við spurðum hann nokkurra spurninga um ættarsögu.

Drengur situr með krosslagða arma

Hvernig byrjaðir þú að vinna ættarsögu?

Ég byrjaði að vinna ættarsögu með pabba mínum. Við unnum hana saman alla sunnudaga. Pabbi minn hjálpaði mér að læra hvernig ætti að nota FamilySearch. Ég varð að æfa og æfa. Nú vinn ég ættarsögu með pabba eða frænku minni, Jasminu.

Drengur situr við tölvu

Hvað kanntu best við í ættarsöguverkinu?

Mér finnst skemmtilegt að finna nýtt fólk til að bæta við ættartréð mitt. Fyrst finn ég gamlar skýrslur. Svo leita ég að nöfnum áa minna. Ég finn fæðingardag þeirra og fæðingarstað. Ég finn líka aðra staði sem þeir hafa búið.

Hvað hefur þú lært um áa þína?

Ég hef komist að því að ég á áa frá Ítalíu og Þýskalandi. Einn áa minna frá Ítalíu ber sama nafn og bróðir minn! Bróðir minn heitir „Santiago,“ sem er „Giacomo“ á ítölsku. Ég komst líka að því að eftirnafn okkar var stafsett öðruvísi.

Drengur heldur á hnattlíkani af jörðinni

Hvernig hjálpar þú öðrum við ættarsöguverkið?

Ég hjálpa ömmu minni að nota FamilySearch. Ég kenndi henni að bæta við minningum. Ég hjálpaði henni líka að bæta við týndu fólki við ættartréð hennar. Nokkrir ættingja hennar voru með svo mörg nöfn! Það tók langan tíma að færa þau öll inn. Ég var samt mjög glaður að geta hjálpað henni að læra á FamilySearch, alveg eins og pabbi hjálpaði mér.

Sími með veifandi dreng á skjánum

Hvaða ættarsöguverkefni viltu vinna næst?

Ég vil gera myndbönd fyrir vini og fjölskyldu, sem kenna þeim á FamilySearch. Þegar ég byrjaði þurfti ég að læra helling. Ég vil kenna öðrum svo þeir geti gert eins.

PDF-saga

Myndskreyting: Laura Zarrin