„Trúboðsáskorun,“ Barnavinur, júlí 2023, 38–39.
Skemmtisíða
Trúboðsáskorun
Lærið hvað trúboðar gera! Fylgið svo veginum og takið áskoruninni.
Trúboðar hitta nýtt fólk og tala við það.
Kynnist einhverjum í bekknum ykkar eða nágrenni, sem þið þekkið ekki.
Sumir trúboðar læra nýtt tungumál.
Lærið að segja nokkur orð á nýju tungumáli. Þið gætuð lært að segja „Jesús elskar mig“ eða „Ég er barn Guðs.“
Trúboðar miðla hæfileikum sínum! Sumir leika á píanó í kirkju, læra ritningar til að deila eða nota aðra hæfileika til að blessa aðra.
Hugsið út í hæfileika sem þið hafið. Notið svo hæfileikann til að þjóna einhverjum!
Trúboðar biðja fyrir öðrum.
Hugsið um tvo eða þrjá einstaklinga sem þið þekkið og biðjið fyrir þeim. Biðjið himneskan föður að blessa þá.
Trúboðar kenna öðrum um Jesú Krist.
Segið vini eða fjölskyldumeðlimi frá einhverju sem þið lærðuð um Jesú í Barnafélaginu.