„Það hófst á hafnarboltavelli,“ Barnavinur, júlí 2023, 32.
Frá vini til vinar
Það hófst á hafnarboltavelli
Úr viðtali við Lucy Stevenson Ewell.
Þegar ég var 13 ára, var ég í hafnarboltaliði ásamt nokkrum vinum mínum. Ég var ekki meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, en tveir liðsfélaga minna voru það. Þeir voru tvíburar. Þeir hétu Rob og Lane.
Dag nokkurn buðu þeir mér að koma á heimiliskvöld með fjölskyldu þeirra. Ég vissi ekki hvað heimiliskvöld væri, ég spurði því út í það. Þeir sögðu mér að við myndum læra um kirkjulega hluti og syngja lög. Ég var ekki mjög spenntur fyrir því. En þeir lofuðu eftirrétti, svo ég sló til.
Fjölskylda mín fór heim til þeirra á heimiliskvöldið. Ég skynjaði eitthvað frábrugðið. Ég vissi ekki hvað það var, en það virtist kunnuglegt. Þetta var góð tilfinning. Mamma mín fann hana líka.
Ég vissi ekki þá að mamma væri meðlimur kirkjunnar. Hún hafði skírst sem stúlka. Hún fór samt næstum aldrei í kirkju.
Eftir þetta kvöld byrjaði mamma aftur að sækja kirkju. Ég fór með henni til að læra meira. Nokkrum mánuðum seinna skírði pabbi Robs og Lane mig.
Ég er svo þakklátur að Rob og Lane var nógu annt um mig til að miðla fagnaðarerindinu. Í dag er ég blessaður með eilífri fjölskyldu. Það hófst allt á hafnarboltavelli!
Þið getið haft mikil áhrif á aðra eins og Rob og Lane. Þið getið skipt sköpum í fjölskyldu ykkar. Þið getið miðlað fagnaðarerindinu með vinum ykkar.