„Kveðja frá Nepal!“ Barnavinur, júl. 2023, 18–19.
Kveðja frá Nepal!
Lærið um börn himnesks föður víða um heim.
Nepal er land í Suður-Asíu. Um 30 milljón manns búa þar.
Sérstakur fáni
Nepal er eina landið sem hefur fána sem ekki er ferhyrndur! Á honum er sól og máni.
Everest-fjall
Í Nepal er að finna hæsta fjall jarðar, sem er 8.849 metra hátt. Yfir 6.000 manns hafa klifið upp á topp.
Hindu vinir
Flestir í Nepal aðhyllast hindúisma. Í þeim trúarbrögðum eru kýr helg dýr og komið fram við þær af virðingu.
Dal Bhat
Á hverjum degi borðar fólk máltíð með dal (linsubaunum) og bhat (hrísgrjónum). Oft er annar matur hafður með, t.d. grænmetiskarrý og súrsað grænmeti.
Mormónsbók
Mormónsbók var í fyrsta sinn gefin út í heild sinni á nepölsku árið 2017. Kirkjumeðlimirnir þar voru mjög spenntir!