Barnavinur
Kraftur í Mormónsbók
Janúar 2024


„Kraftur í Mormónsbók,“ Barnavinur, jan. 2024, 2–3.

Frá Æðsta forsætisráðinu

Kraftur í Mormónsbók

Aðlagað úr „Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?“ aðalráðstefna, okt. 2017; og „Hlutverk systra í samansöfnun Ísraels,“ aðalráðstefna, okt. 2018.

alt text

Þegar ég hugsa um Mormónsbók, hugsa ég um orðið kraftur. Sannleikur Mormónsbókar hefur kraft til að lækna, hugga, styrkja og gleðja sálir okkar.

Mormónsbók er …

  • Annað vitni um Jesú Krist. Margir spámannanna sem skrifuðu hana, sáu Jesú Krist. Mormónsbók hefur að geyma vitnisburð þeirra um hann.

  • Heimild um þjónustu hans við fólkið sem lifði í hinni fornu Ameríku.

  • Sönn!

Ég býð ykkur að lesa Mormónsbók. Þegar þið lesið, hvet ég ykkur til að merkja við hvert vers sem fjallar um frelsarann. Þið munuð komast nær honum í þessu ferli. Breytingar munu þá eiga sér stað, jafnvel kraftaverk.

Finna Jesú í Mormónsbók

alt text

Nelson forseti býður okkur að leita að nafni Jesú Krists þegar við lesum Mormónsbók. Jesús ber mörg nöfn í ritningunum. Hér eru nokkur sem þið getið gætt að!

PDF-saga

Vinstri: Einn af öðrum, eftir Walter Rane; hægri: myndskreyting, eftir Apryl Stott