„Kraftur í Mormónsbók,“ Barnavinur, jan. 2024, 2–3.
Frá Æðsta forsætisráðinu
Kraftur í Mormónsbók
Aðlagað úr „Mormónsbók: Hvernig væri líf þitt án hennar?“ aðalráðstefna, okt. 2017; og „Hlutverk systra í samansöfnun Ísraels,“ aðalráðstefna, okt. 2018.
Þegar ég hugsa um Mormónsbók, hugsa ég um orðið kraftur. Sannleikur Mormónsbókar hefur kraft til að lækna, hugga, styrkja og gleðja sálir okkar.
Mormónsbók er …
-
Annað vitni um Jesú Krist. Margir spámannanna sem skrifuðu hana, sáu Jesú Krist. Mormónsbók hefur að geyma vitnisburð þeirra um hann.
-
Heimild um þjónustu hans við fólkið sem lifði í hinni fornu Ameríku.
-
Sönn!
Ég býð ykkur að lesa Mormónsbók. Þegar þið lesið, hvet ég ykkur til að merkja við hvert vers sem fjallar um frelsarann. Þið munuð komast nær honum í þessu ferli. Breytingar munu þá eiga sér stað, jafnvel kraftaverk.
Finna Jesú í Mormónsbók
Nelson forseti býður okkur að leita að nafni Jesú Krists þegar við lesum Mormónsbók. Jesús ber mörg nöfn í ritningunum. Hér eru nokkur sem þið getið gætt að!