„Musterisspjöld,“ Barnavinur, jan. 2024, 22.
Musterisspjöld
Hvað eru musteri?
Musteri eru fallegar byggingar þar sem við getum fundið betur fyrir nálægð himnesks föður og Jesú Krists. Hvert musteri hefur áletruð orðin „Hús Drottins“. Þetta minnir okkur á að musterið er heilagt og frábrugðið öllu öðru í heiminum. Spámenn hafa lofað því að við getum fundið frið inni í musterinu.
Bangkok-musterið, Taílandi
-
Þetta er fyrsta musterið í Taílandi.
-
Það er sex hæða hátt, með níu turna.
-
Þegar musterið var byggt, olli stormur því að næstum flæddi inn. En heilagur andi leiðbeindi verkstjóranum hvað skyldi gera.
San José-musterið, Kosta Ríka
-
Þetta er annað musterið sem byggt er í Mið-Ameríku.
-
Það er byggt úr fallegum hvítum marmara frá Mexíkó.
-
Musterið er í um það bil einnar klukkustundar aksturfjarlægð frá virku eldfjalli.