Barnavinur
Fylgja Jesú í Taílandi
Janúar 2024


„Fylgja Jesú í Taílandi,“ Barnavinur, jan. 2024, 6–7.

Fylgja Jesú í Taílandi

Kynnist Panya

alt text

Hvernig Panya fylgir Jesú

Panya býður frænda sínum að koma í kirkju með sér. Þegar hann kemur, hjálpar Panya honum að finnast hann velkominn. Hún kynnir hann fyrir hinum börnunum í Barnafélaginu og hjálpar honum að eignast vini.

Heima hjálpar Panya með því að hreinsa nestisboxið og skóna sína. „Ég skemmti mér vel við að hjálpa,“ segir Panya. Hún býr með frænku sinni og ömmu og elskar að hjálpa þeim. Hún býr um rúmið á hverjum morgni.

Mamma Panya lést fyrir ekki löngu síðan. Þegar Panya saknar mömmu sinnar, hjálpar frænka hennar henni að biðja til himnesks föður. Hún finnur fyrir elsku þegar hún hefur beðist fyrir. „Þegar ég biðst fyrir, finnst mér eins og Jesús sé hjá mér,“ segir hún.

alt text

Panya með ömmu sinni og frænku.

Um Panya

alt text

Aldur: 7 ára

Frá: Nonthaburi, Taílandi

Tungumál: Taílenska

Markmið: Verða innanhússhönnuður og skreyta herbergi í húsum og byggingum

Áhugamál: Dansa, hjóla, læra á píanó, synda, lesa og taekwondo

Fjölskylda: Panya, frænka og amma

Það sem er í uppáhaldi hjá Panya

Saga um Jesú: Þegar hann var skírður (sjá Matteus 3:13–17)

Hátíð eða fjölskylduhefð: Jólin og fjölskylduferðalög

Ávöxtur og grænmeti: Græn vínber og gúrkur

Litur: Fjólublár

Barnafélagslag: „Musterið,“ (Barnasöngbókin, 99)

PDF-saga