Barnavinur
Fyrirgefa eins og Nefí
Janúar 2024


„Fyrirgefa eins og Nefí,“ Barnavinur, jan. 2024, 4–5.

Fyrirgefa eins og Nefí

Aisea vildi ekki vera reiður við Josh að eilífu.

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

Aisea hljóp og sparkaði boltanum til liðsfélaga síns Timothy. Hann fylgdist með þegar Timothy mundaði fótinn og sparkaði boltanum í markið.

„Mark!“ hrópaði Timothy þegar boltinn fór í netið.

Aisea fagnaði. Þeir höfðu unnið leikinn!

Honum leið frábærlega þegar hann gekk af vellinum. En þá kallaði Josh, einn af krökkunum í hinu liðinu, hann ljótu nafni.

Ljósmynd
alt text

Aisea var hissa og sár. Hann vissi ekki hvað hann ætti að segja. Hann laut höfði og gekk hægt til liðsfélaga sinna.

„Okkur tókst það!“ sagði Timothy. „Frábær sending, Aisea.“

En Aisea leið ekki frábærlega. Ekki eftir það sem Josh hafði sagt við hann! Hann var leiður og reiður.

Það sem eftir lifði dags, leið Aisea eins og þungt farg hvíldi á honum. Honum líkaði ekki lengur við Josh.

Þetta kvöld settist Aisea með fjölskyldu sinni við ritningarlestur. Hann reyndi að hlusta á systur sína lesa. En hann gat ekki hætt að hugsa um það sem Josh hafði sagt.

Aisea blaðaði í Mormónsbók. Hann staldraði við vers í 1. Nefí. Það sagði frá tíma þegar bræður Nefís voru óvingjarnlegir við hann.

„Og svo bar við, að ég fyrirgaf þeim fölskvalaust allt, sem þeir höfðu gjört,“ sagði í versinu.*

Ljósmynd
alt text

Nefí fyrirgaf bræðrum sínum? hugsaði Aisea. Jafnvel eftir að þeir voru svo vondir við hann?

Aisea hugsaði um Josh. Hann vildi ekki halda í slæmu tilfinningarnar til Josh að eilífu. Hann var aðeins 10 ára!

Aisea vildi verða eins Nefí. Hann gat fyrirgefið Josh, alveg eins og Nefí fyrirgaf bræðrum sínum. Og ef Josh skyldi aftur segja eitthvað illkvittið við hann, myndi hann biðja hann um að gera það ekki.

Hann fann fyrir hlýju hið innra. Það var eins og heilagur andi segði: „Þú ert að gera það sem rétt er.“

„Aisea, hvað lærðir þú af þessum versum?“ spurði mamma.

Aisea leit upp. „Fyrirgefið, ég var að lesa annað vers,“ sagði hann. Hann sagði fjölskyldunni hvað hafði gerst í fótbolta.

Mamma og pabbi föðmuðu Aisea að sér. „Mér þykir það leitt að Josh hafi verið vondur við þig,“ sagði pabbi. „Það sem hann sagði er ekki satt. „En það er í lagi að vera sár yfir því.“

Aisea brosti. „Takk. Ég var mjög reiður í svolítinn tíma. En ég vil ekki vera reiður við hann, nú þegar ég hef lesið ritningarnar. Ég vil fyrirgefa honum. Og mér líður strax betur!“

„Það er dásamlegt!“ Mamma brosti líka. „Það er ekki alltaf einfalt að fyrirgefa. En þú hefur rétt fyrir þér. Það er þess virði.“

Aisea leit niður á ritningarnar sínar. Þær höfðu hjálpað honum! Þunga farginu af honum hafði verið létt. Hjarta hans fann til hlýju og friðar í staðinn.

Ljósmynd
PDF-saga

Myndskreyting: Alyssa Tallent

Prenta