„Annað vitni um Jesú Krist,“ Barnavinur, jan. 2024, 24–25.
Lærið um Mormónsbók
Annað vitni um Jesú Krist
Mormónsbók er ritning. Hún kennir okkur meira um Jesú Krist, eins og Biblían. Þess vegna er hún kölluð „annað vitni um Jesú Krist“.
Í Mormónsbók eru sögur af spámönnum sem kenndu að Jesús Kristur myndi koma til jarðar. Hún segir líka frá því þegar hann vitjaði Ameríku eftir upprisu sína og kenndi fólkinu sem þar var. Hún kennir okkur hvernig við getum fylgt honum líka.
Jesús elskar ykkur og mun liðsinna ykkur. Þetta er mikilvægur boðskapur í Mormónsbók.
Ritningarleit!
-
Hver er fyrsta bókin í Mormónsbók?
-
Hvað hétu móðir og faðir Nefís?
-
Hverjir voru bræðurnir í fjölskyldu Nefís í upphafi Mormónsbókar?
Ég get lesið Mormónsbók!
Litið hluta myndarinnar eftir lesturinn. Þið getið lesið þessar ritningar, sem tengjast lestri hverrar viku í Kom, fylg mér.
-
Vika 1: Moróní 10:3–5
-
Vika 2: 1. Nefí 2:2–7, 16, 19–20
-
Vika 3: 1. Nefí 10:17–19
-
Vika 4: 1. Nefí 15:23–25