„Hlusta á heilagan anda,“ Barnavinur, jan. 2024, 17.
Skemmtisíða
Hlusta á heilagan anda
Gerið þessi verkefni með fjölskyldu ykkar til að læra um heilagan anda.
-
Veljið einhvern til að vera „leitari“. Sá einstaklingur yfirgefur herbergið á meðan hinir fela hlut eins og stein eða leikfang.
-
Komið aftur inn með leitarann.
-
Einhver einn hvíslar til að hjálpa leitaranum að komast að því hvar faldi hluturinn er. Hinir tala með eðlilegri rödd eða hávært til að trufla.
-
Þegar leitarinn finnur hlutinn, veljið þið einhvern nýjan til að vera leitara.
Ræðið það hvernig heilagur andi talar til ykkar með hugsunum í huga og tilfinningum í hjarta. Hann getur leitt ykkur og hjálpað ykkur að taka góðar ákvarðanir. Þegar þið fylgið þessum hugsunum og tilfinningum frá honum, getið þið fundið gleði og frið.
Nammitími
Búið til ávaxtasneiða-„kex“ til að borða með fjölskyldunni! Skerið epli eða peru í þunnar sneiðar. Bætið svo við bragðbæti eins og hnetusmjöri, hunangi, hnetum, súkkulaðibitum eða kókoshnetuflögum.