Barnavinur
Leiðindardagur Patriks
September 2024


„Leiðindardagur Patriks,“ Barnavinur, september 2024, 10–11.

Leiðindardagur Patriks

Eldri bræður Patriks voru alltaf of uppteknir fyrir hann.

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

Patrik situr á rúminu sínu

Patrik lá útbreiddur í rúmi sínu og starði á loftið. Honum leiddist. Hann var búinn að lesa dýrabækurnar sínar, hoppa á trampólíninu og fara um hverfið á hjólinu sínu. Hvað gat hann gert núna?

Patrik stóð upp og gekk að herbergi eldri bróður síns Daníel. „Viltu leika við mig?“ Spurði Patrik.

„Fyrirgefðu,ég get það ekki. Ég verð að læra,“ sagði Daniel. Hann leit ekki einu sinni upp úr bókinni sem hann var að lesa.

Patrik fann hvernig hann varð dapur í hjarta sínu. Daniel var alltaf að læra. Gat hann ekki tekið sér hlé?

Ó jæja. Daniel var upptekinn en Patrik gat spurt hinn bróður sinn Simion. „Mér leiðist.“ „Viltu leika við mig?“ Spurði Patrik.

„Nei, ekki í dag. Ég er að fara út með vinum.“ Simion fór í jakkann sinn og gekk út um útidyrnar.

Patrik var svo reiður! Hjarta hans sló hraðar. Eldri bræður hans voru alltaf of uppteknir fyrir hann. Hann hljóp inn í herbergið sitt og skellti hurðinni.

„Þetta er ekki sanngjarnt! Hugsaði Patrik.

Hann stappaði niður fótunum og henti sér upp í rúmið sitt. Honum fannst hann vera með hnút í brjóstkassanum. Honum leiddist svo! En hann var alltof reiður til þess að hugsa upp eitthvað að gera.

Síðan mundi hann svolítið sem hann hafði lært í skólanum. Kennarinn hans kenndi þeim að það að draga djúpt andann gæti hjálpað þeim að róa sig.

„Það er erfitt að laga nokkuð þegar þið eruð reið,“ hafði hún sagt. Kannski gæti hann hætt að láta sér leiðast ef hann væri rólegri.

Patrik dró því andann djúpt. Síðan gerði hann það aftur. Eftir nokkur skipti í viðbót, fannst honum ekki vera eins mikill hnútur í brjóstkassanum. En hann vissi samt ekki hvað hann ætti að gera.

Jesús Kristur

Hann horfði á myndina af Jesú á veggnum sínum. Hvað myndi hann vilja að Patrik gerði?

Patrik fór á hnéin. „Himneskur faðir, viltu hjálpa Daniel við lærdóminn,“ sagði hann. „Hjálpaðu Simion að skemmta sér með vinum sínum. Og viltu vinsamlegast hjálpa mér að leiðast ekki svona.“

Þegar hann lauk bæn sinni fékk Patrik hugmynd. Hann hljóp að herbergi Daniels.

„Daniel, þegar þú ert búinn, getum við leikið okkur saman?“

Daniel leit upp frá bókinni sinni og á klukkuna á veggnum. „Ég get tekið hlé eftir um 30 mínútur. Þá getum við farið út. Viltu gera það?“

„Já!“ Patrik brosti og hljóp aftur inn í herbergið sitt. Hann fann dýrabók um tígrisdýr sem honum fannst gaman að skoða. Eftir smá lestur, lék hann sér með kubba. Brátt var tíminn liðinn og hann og Daniel héldu að skóginum rétt hjá húsinu þeirra.

„Viltu leika stríðsmenn í geimnum eða könnuði í frumskóginum?“ Spurði Daniel.

„Mér er alveg sama. Ég er bara ánægður að við getum varið tíma saman. Það er miklu betra en að leiðast,“ sagði Patrik.

Daniel glotti. „Jæja, það er miklu skemmtilegra að leika við þig en að læra fyrir próf.“

Patrik og Daniel leika í grasinu

Patrik var glaður þegar hann og Daniel skriðu um í grasinu. Að róa sig niður hjálpaði honum að hugsa skýrar svo hann gæti leyst vandamálið sitt. Himneskur faðir hafði líka hjálpað honum að vera líkari Jesú Kristi. Þetta reyndist vera góður dagur eftir allt saman.

PDF

Myndskreyting: Linh My Nyguyen