Barnavinur
Blóm fyrir nágranna minn
September 2024


„Blóm fyrir nágranna minn,“ Barnavinur, september 2024, 38.

Skrifað af ykkur

Blóm fyrir nágranna minn

Drengur færir konu blóm.

Fyrir nokkrum árum lést eiginmaður nágranna míns. Hún var mjög döpur.

Ég vissi hvernig það er að missa einhvern sem þú elskar.“ Móðir mín lést þegar ég var þriggja ára. Eftir andlát hennar, skrifuðu börnin í hverfinu skilaboð til mín og bróður míns og skreyttu garðinn okkar með leikföngum. Ég vildi gera eitthvað jafn vingjarnlegt fyrir nágrannakonuna mína.

Ég baðst fyrir til að vita hvað ég gæti gert til að hjálpa. Sú hugsun kom upp í huga mér að færa henni blóm á Valentínusardag. Ég þurfti samt sem áður að afla mér peninga til að kaupa blómin. Ég gerði það að markmiði mínu í Leiðarvísir barna að afla mér peninganna.

Ég aflaði mér tekna með því að vinna mismunandi störf fyrir aðra. Amma mín greiddi mér fyrir að hreinsa garðinn og laufin í honum. Heima hjá mér fékk ég borgað fyrir að fjarlægja óæskilegan trjágróður bakvið skúrinn okkar. Það var nokkurra mánaða erfiðisvinna að vinna mér inn nógu mikla peninga.

Loks náði ég samt sem áður að afla mér nægilegra peninga til að kaupa blómin. Valentínusardagur rann upp og ég gaf nágrannakonu minni blóm með skilaboðum. Hún var mjög glöð. Ég fann líka fyrir hlýju og gleði. Ég þakkaði himneskum föður fyrir hjálpa mér að gera það sem hann vildi að ég gerði.

PDF

Myndskreyting: Dave Klüg