Hvað er sannleikur?
Útdráttur
Frá því á síðustu ráðstefnu okkar í apríl höfum við orðið vitni að mörgum heimsviðburðum, allt frá hinu nöturlega til hins dásamlega.
Við erum himinlifandi yfir greinargerðum frá stórum ungmennaráðstefnum, sem haldnar voru víða um heim. …
Við fögnum því að verið er að byggja fleiri musteri um allan heim. …
Ofbeldi telst til áhrifa andstæðingsins. Það er alvarleg synd. …
Andstæðingurinn hefur aðrar óhugnanlegar aðferðir. Meðal þeirra eru tilraunir hans til að óskýra línuna á milli þess sem er sannleikur og þess sem er það ekki. Kaldhæðnin er sú að það upplýsingaflóð sem er innan seilingar, gerir sífellt erfiðara að ákvarða hvað er sannleikur. …
Sumir vilja að við trúum því að sannleikurinn sé afstæður – að hver manneskja ætti að ákvarða fyrir sig sjálfa hvað sé sannleikur. Slík trú er aðeins óskhyggja þeirra sem halda ranglega að þeir verði ekki gjörðir ábyrgir frammi fyrir Guði.
Kæru bræður og systur, Guð er uppspretta alls sannleika. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu umfaðmar allan sannleika sem Guð veitir börnum sínum, hvort sem hann sé lærður á rannsóknarstofu eða meðtekinn beint frá honum með opinberun.
Þið munið halda áfram að heyra sannleika frá þessum ræðustól hér í dag og á morgun. Skrifið hjá ykkur hugsanir sem vekja athygli ykkar eða koma í huga ykkar og dvelja í hjarta ykkar. Biðjið Drottin að staðfesta að það sem þið hafið heyrt sé sannleikur.