2022
Sigrast á heiminum og finna hvíld
Nóvember 2022


Sigrast á heiminum og finna hvíld

Útdráttur

Ljósmynd
Tilvitnun Nelsons á veggspjaldi

Hann leiðir mig, eftir Yongsung Kim

Hala niður PDF-skjali

Hvað þýðir það að sigrast á heiminum? Það þýðir að sigrast á þeirri freistingu að huga meira að því sem þessa heims er, en því sem Guðs er. Það þýðir að treysta kenningu Krists, meira en heimspeki manna. … Það þýðir að velja að forðast allt sem hrekur burt andann. …

Hvernig sigrumst við þá á heiminum? … Í hvert sinn sem þið leitið að og fylgið hvatningu andans, í hvert sinn sem þið gerið eitthvað gott – eitthvað sem hinn „náttúrulegi maður“ myndi ekki gera – eruð þið að sigrast á heiminum. …

Hvernig blessar það svo líf okkar að sigrast á heiminum? Svarið er skýrt: Að ganga í sáttmálssamband við Guð, bindur okkur við hann, á þann hátt sem gerir allt við lífið auðveldara. Misskiljið mig þó ekki: Ég sagði ekki að lífið yrði auðvelt eftir sáttmálsgjörð. Reyndar ættuð þið að búast við andstreymi, því andstæðingurinn vill ekki að þið uppgötvið mátt Jesú Krists. Að gangast sjálf undir ok með frelsaranum, þýðir að þið hafið aðgang að styrk hans og endurleysandi krafti. …

Ég bið ykkur nú – að axla ábyrgð á vitnisburði ykkar um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Vinnið fyrir honum. Endurnærið hann, svo hann styrkist. Nærið hann með sannleika. …

Þegar þið látið Guð ríkja í lífi ykkar, þá lofa ég ykkur auknum friði, fullvissu, gleði og já, hvíld.

Prenta