2022
Í samstarfi með Drottni – Útdráttur
Nóvember 2022


„Í samstarfi með Drottni – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.

Í samstarfi með Drottni

Útdráttur

Ljósmynd
Tilvitnun Soares á veggspjaldi

Hala niður PDF-skjali

Hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists lýsir yfir reglu um að jafnræðissamstarf skuli vera á milli konu og karls, bæði í jarðlífinu og í eilífðinni. Þótt hvort fyrir sig búi yfir sérstökum eiginleikum og skyldum, gegna kona og karl jafn mikilvægu og nauðsynlegu hlutverki í hamingjuáætlun Guðs fyrir börn hans. …

Samkvæmt kenningu fagnaðarerindisins, er það ekki svo að hinir mismunandi eiginleikar konu og karls vegi mismunandi þungt hvað varðar hin eilífu fyrirheit sem Guð hefur fyrir syni sína og dætur. Annað hefur ekki meiri möguleika en hitt á himneskri dýrð í eilífðunum. Frelsarinn sjálfur býður okkur öllum, börnum Guðs, „að koma til sín og verða gæsku sinnar aðnjótandi. Hann neitar engum að koma til sín“ [2. Nefí 26:33]. Í þessu samhengi erum við því öll jöfn frammi fyrir honum.

Þegar hjónin hafa skilning á og lifa eftir þessari reglu, eru þau ekki í stöðu forseta eða varaforseta fjölskyldu sinnar. Það er engin æðri eða óæðri staða í hjónabandinu og hvorugt er framar eða aftar hinu. Þau ganga hlið við hlið, sem jafningjar, guðleg afsprengi Guðs. Þau verða eitt með himneskum föður og Jesú Kristi í huga, hjarta og tilgangi, við að leiða fjölskylduna í sameiningu.

Prenta