2022
Að næra og gefa vitnisburð ykkar – Útdráttur
Nóvember 2022


„Næra og gefa vitnisburð ykkar – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.

Að næra og gefa vitnisburð ykkar

Útdráttur

Ljósmynd
Tilvitnun Stevensons á veggspjaldi

Hala niður PDF-skjali

Veit ég og skil hvað vitnisburður er?

Vitnisburður ykkar er afar dýrmæt eign og er oft tengdur við djúpar, andlegar tilfinningar. Þessar tilfinningar berast yfirleitt hljóðlega og þeim hefur verið lýst sem „[lágri, kyrrlátri röddu]“ [1. Konungabók 19:12]. Hann er trú ykkar á eða vitneskja um sannleika sem gefinn er sem andlegt vitni, með áhrifum heilags anda. …

Veit ég hvernig ég get gefið vitnisburð minn?

Þið gefið vitnisburð ykkar þegar þið miðlið öðrum ykkar andlegu tilfinningum. Sem meðlimir kirkjunnar, fáið þið tækifæri til að gefa munnlegan vitnisburð, bæði á formlegum kirkjusamkomum og óformlega, augliti til auglitis við fjölskyldu, vini og aðra.

Önnur leið til að miðla vitnisburði ykkar er með réttlátri breytni. …

Meðlimir kirkjunnar standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og alls staðar. Þau tækifæri til að gera þetta í hinum stafræna heimi, með því að nota eigið hvetjandi efni eða deila upplífgandi efni annarra, eru óendanleg. …

Hvað hindrar mig í að miðla vitnisburði mínum?

Meðal þess sem gæti staðið í vegi þess að við miðlum vitnisburði okkar er óvissa um hvað skuli segja. …

Önnur hindrun … er ótti. …

Trú … mun gera ykkur kleift að sigrast á þessum tilfinningum. …

Hvernig viðheld ég vitnisburði mínum?

Ég trúi því að vitnisburður sé okkur eðlislægur, þó kenndi Alma að við þyrftum að næra vitnisburð okkar af mikilli umhyggju til að viðhalda honum og þroska hann að fullu [sjá Alma 32:37]. …

Kæru bræður og systur, ég lofa því að þegar þið öðlist frekari skilning á því hvað vitnisburður er og þegar þið miðlið honum, munuð þið sigrast á hindrunum óvissu og ótta, sem gerir ykkur kleift að næra og viðhalda þessari dýrmætu eign, vitnisburði ykkar.

Prenta