2022
Arfleifð hvatningar – Útdráttur
Nóvember 2022


„Arfleifð hvatningar – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.

Arfleifð hvatningar

Útdráttur

Tilvitnun Eyrings á veggspjaldi

Hala niður PDF-skjali

Líkt og móðir mín sagði við mig, þegar ég kvartaði undan því hve erfitt eitthvað væri: „Ó, Hal, auðvitað er þetta erfitt. Þannig á það að vera. Lífið er prófraun.“

Hún gat sagt þetta af rósemd, jafnvel brosandi, því hún vissi tvennt. Án tillits til erfiðleikanna, var það sem mestu skipti að komast heim í návist himnesks föður. Hún vissi líka að hún gæti það með trú á frelsara sinn. …

Sú arfleifð hvatningar sem hún lét okkur eftir, er best lýst í Moróní 7, þar sem Mormón hvetur son sinn, Moróní, og þjóð sína. …

Hann setur Jesú Krist í fyrsta sæti, eins og allir sem af árangri hvetja þá áfram sem erfiða upp á við á veginum til síns himneska heimilis. …

Mormón leit á bljúgleika þeirra sem merki um trúarstyrk. …

Mormón hvatti þá síðan, með því að bera vitni um að þeir væru á leið með að hljóta þá gjöf að hjörtu þeirra fylltust hinni hreinu ást Krists. …

Þegar ég lít yfir farinn veg, sé ég hvernig þessi kærleiksgjöf – hin hreina ást Krists – styrkti, leiddi og bar uppi móður mína og breytti henni í baráttunni á veginum heim. …

Frelsarinn þekkir áskoranir ykkar fyllilega. Hann þekkir mikla möguleika ykkar til að vaxa að trú, von og kærleika.

Boðorðin og sáttmálarnir sem hann færir ykkur eru ekki próf til að stjórna ykkur. Þau eru gjöf sem lyfta ykkur og gera ykkur kleift að taka á móti öllum gjöfum Guðs og snúa aftur heim til himnesks föður og Drottins, sem elska ykkur.