2022
Lyft upp á krossinum – Útdráttur
Nóvember 2022


„Lyft upp á krossinum – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.

Lyft upp á krossinum

Útdráttur

Tilvitnun Hollands á veggspjaldi

Hala niður PDF-skjali

Ein ástæða þess að við leggjum ekki áherslu á krossinn sem tákn, stafar af biblíulegum toga. Vegna þess að krossfesting var eitt sárasta aftökuform Rómaveldis, völdu margir fyrstu fylgjendur Jesú að leggja ekki áherslu á á þetta hrottalega verkfæri þjáningar. Merking dauða Krists var vissulega lykilatriði í trú þeirra, en í um þrjú hundruð ár reyndu þeir yfirleitt að koma fagnaðarerindinu á framfæri með öðrum hætti. …

Önnur ástæða fyrir því að við notum ekki táknræna krossa, er áhersla okkar á hið fullkomna kraftaverk trúboðs Krists – dýrðlega upprisu hans sem og fórnarþjáningar hans og dauða. …

Í hverju landi og á hverri öld, hefur hann sagt við okkur öll: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér“ [Matteus 16:24].

Hér er rætt um krossinn sem við berum, fremur en þann sem við klæðumst. Til að vera fylgjandi Jesú Krists, verður maður stundum að bera byrði – okkar eigin eða einhvers annars – og fara þangað sem fórnar er krafist og þjáning er óumflýjanleg. Sannkristinn maður getur ekki aðeins fylgt meistaranum í þeim málum sem hann eða hún er sammála. Nei. Við fylgjum honum hvert sem er, þar á meðal, ef nauðsyn krefur, inn á vettvang fylltan tárum og erfiðleikum, þar sem við stöndum stundum alveg alein.

Megum við … fylgja honum – óbilandi, aldrei hikandi eða flýjandi, aldrei hikandi við verkið, hvorki þegar krossar okkar verða þungir, né þegar leiðin kann að myrkvast um tíma.