2022
Rammi fyrir persónulega opinberun – Útdráttur
Nóvember 2022


„Rammi fyrir persónulega opinberun,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.

Rammi fyrir persónulega opinberun

Útdráttur

Tilvitnun Renlunds á veggspjaldi

Hala niður PDF-skjali

Við þurfum að skilja þann ramma sem heilagur andi starfar innan til að veita persónulega opinberun. …

Ritningarnar móta fyrstu undirstöðuna í þessum ramma persónulegrar opinberunar. Að endurnærast á orði Krists, eins og segir í ritningunum, örvar persónulega opinberun. …

Annar þáttur í áætluninni er að við meðtökum einungis persónulega opinberun innan okkar verksviðs og ekki innan einkasvæðis annarra. …

Kenningar, boðorð og opinberanir fyrir kirkjuna eru einkaréttur hins lifandi spámanns, sem meðtekur það frá Drottni, Jesú Kristi. …

Aðeins spámaðurinn meðtekur opinberun fyrir kirkjuna. …

Persónuleg opinberun tilheyrir einstaklingum réttilega. Þið getið til dæmis meðtekið opinberun varðandi hvar þið eigið að búa, hvaða starfsferil á að velja eða hverjum á að giftast. …

Þriðji þátturinn í áætluninni er að persónuleg opinberun verður í samhljóm við borðorð Guðs og þá sáttmála sem við höfum gert við hann. …

Þegar við biðjum um opinberun varðandi eitthvað sem Guð hefur þegar veitt skýra leiðsögn um, opnum við á möguleikann að misskilja tilfinningar okkar og að heyra það sem við viljum heyra. …

Fjórði þátturinn í áætluninni er að bera kennsl á það sem Guð hefur þegar opinberað ykkur persónulega og jafnframt vera opinn fyrir frekari opinberunum frá honum. …

Ég veit að heilagur andi getur og mun sýna ykkur allt það sem þið ættuð að gera.