2022
Varanlegt lærisveinslíf – Útdráttur
Nóvember 2022


„Varanlegt lærisveinslíf – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.

Varanlegt lærisveinslíf

Útdráttur

Ljósmynd
Tilvitnun Lunds á veggspjaldi

Hala niður PDF-skjali

Viðburðir eins og FSY ráðstefnur, búðir, sakramentissamkomur og trúboð, geta hjálpað við að viðhalda eldi vitnisburðar, stuðlað að uppsveiflu vaxtar og andlegum uppgötvunum, þar sem friður ríkir. Hvað verðum við þá að gera til að dvelja þar áfram og „sækja fram, [staðföst] í Kristi“ (2. Nefí 31:20) í stað þess að renna aftur á bak? Við verðum að halda áfram að gera það sem kom okkur þangað til að byrja með, eins og að biðja oft, sökkva okkur niður í ritningarnar og þjóna af einlægni. …

Í FSY kynntust yfir 200.000 ungmenni frelsaranum betur, með því að fara eftir einfaldri formúlu um að koma saman tvö eða fleiri í hans nafni (sjá Matteus 18:20), taka þátt í fagnaðarerindinu og ritningunum, syngja og biðja saman og finna frið í Kristi. Þetta er öflug forskrift að andlegri vakningu. …

Hin traustu ungmenni í Síon eru að takast á við ótrúlega tíma. Að finna gleði í þessum heimi spáðra truflana, án þess að verða hluti af þeim heimi, sem snýr blindu auga að heilagleika, er hið sérstaka viðfangsefni þeirra. …

Ég veit að með því að treysta á Drottin Jesú Krist og sáttmálsveg hans, getum við fundið andlega fullvissu og frið þegar við ræktum helgar og réttlátar venjur, sem geta viðhaldið og kynt undir eldi trúar okkar. Megum við, hvert og eitt okkar, færast stöðugt nær þessum hlýja eldi og, hvað sem verður, halda áfram.

Prenta