„Verið trú Guði og verki hans – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.
Verið trú Guði og verki hans
Úrúgvæ
Eitt mest sannfærandi dæmi í ritningunum … um að leita sér vitnisburðar um verk Guðs og Jesú Krist, er að finna í leiðsögn Alma til sona sinna þriggja – Helamans, Síblons og Kóríantons. …
Helsta áhyggjuefni Alma … var að hver þeirra hefði vitnisburð um Jesú Krist og væri trúr Guði og verki hans. …
Síblon var réttlátur, eins og bróðir hans Helaman. Sú leiðsögn sem ég vil leggja áherslu á er í Alma 38:12, sem að hluta hljómar svo: „Gættu þess að hafa taumhald á ástríðum þínum, svo að þú fyllist elsku.“ …
Líkaminn er ekki illur – hann er fallegur og nauðsynlegur – en sumar ástríður geta fjarlægt okkur Guði og verki hans sé ekki rétt farið að og taumhald sé haft á þeim, og haft slæm áhrif á vitnisburð okkar. …
Auk þess að halda aftur af reiði og hafa taumhald á öðrum ástríðum, þurfum við að lifa hreinu, dyggðugu lífi með því að hafa stjórn á hugsunum okkar, tungu og verkum. …
Þar sem Kóríanton hafði sýnt af sér ósiðsemi, var nauðsynlegt fyrir Alma að kenna honum um iðrun. …
Hin fyrirbyggjandi leiðsögn Alma var að taumhald skyldi haft á ástríðum og leiðsögn hans til þeirra sem hefðu syndgað, var að þeir skyldu iðrast. …
Enginn getur snúið aftur til Guðs eingöngu vegna eigin góðverka; við þörfnumst öll ávinnings fórnar frelsarans. Allir hafa syndgað og það er einungis með friðþægingu Jesú Krists sem við fáum notið náðar og lifað með Guði.