2022
Höfuðdjásn í stað ösku: Hinn læknandi vegur fyrirgefningar – Útdráttur
Nóvember 2022


„Höfuðdjásn í stað ösku: Hinn læknandi vegur fyrirgefningar – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.

Höfuðdjásn í stað ösku: Hinn læknandi vegur fyrirgefningar

Útdráttur

Kristin M. Yee
Tilvitnun Yee á veggspjaldi

Hala niður PDF-skjali

Ég neytti af, eftir Kristin Yee

Við erum ekki skilin eftir ein til að takast á við afleiðingar gjörða annarra, við getum einnig verið gerð heil og okkur veitt það tækifæri að frelsast frá byrði hins stríðandi hjarta og hverju því sem kann að fylgja.

… Drottinn krefst þess að við fyrirgefum okkur sjálfum til góðs. Hann biður okkur samt ekki að gera það án hjálpar sinnar, elsku og skilnings. Í gegnum sáttmála okkar við Drottin getum við meðtekið kraft styrkingar, leiðsagnar og þá hjálp sem við þörfnumst til að bæði fyrirgefa og vera fyrirgefið. …

Hann sagði: „Andi Drottins er yfir mér af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, [lækna menn af hjartasárum], boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa“ [Lúkas 4:18; skáletrað hér].

Öllum þeim sem þjást af hjartasárum, eru bundnir, þjáðir og jafnvel blindaðir af sársauka eða synd, býður hann lækningu, bata og frelsun. Ég ber vitni um að sú lækning og sá bati sem hann býður er raunverulegur. …

Jesús Kristur er ykkar persónulegi Messías, ástríkur lausnari ykkar og frelsari, sem þekkir þrár hjarta ykkar. Hann þráir lækningu ykkar og hamingju. Hann elskar ykkur. Hann grætur með ykkur í sorgum ykkar og fagnar því að gera ykkur heil. Megum við herða upp hugann og taka í ástríka hönd hans sem er ávallt útrétt er við göngum hinn læknandi veg fyrirgefningar.