2022
Aðstoð við hina fátæku og aðkrepptu – Útdráttur
Nóvember 2022


„Aðstoð við hina fátæku og aðkrepptu – Útdráttur,“ Til styrktar ungmennum, nóv. 2022.

Aðstoð við hina fátæku og aðkrepptu

Útdráttur

Ljósmynd
Tilvitnun Oaks á veggspjaldi

Hala niður PDF-skjali

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu kennir og iðkar mikla velferðar- og mannúðarþjónustu gagnvart náunga okkar. Til dæmis, þá föstum við í upphafi hvers mánaðar og gefum hið minnsta upphæð þeirrar máltíðar til hjálpar þeim sem búa við neyð í söfnuðum okkar. Kirkjan leggur einnig fram gríðarleg framlög til mannúðarstarfs og annars starfs víða um heim.

Þrátt fyrir allt sem kirkjan leggur fram beint, þá er langmest af því mannúðarstarfi sem er unnið fyrir börn Guðs, lagt af mörkum af fólki og samtökum sem hafa engin formleg tengsl við kirkju okkar. …

Kirkja Jesú Krists hefur skuldbundið sig til að þjóna þeim sem eru í neyð og einnig til að eiga samvinnu við aðra í því verki. …

Nútíma opinberanir kenna að frelsari okkar, Jesús Kristur, sé „hið sanna ljós, sem lýsir hverjum manni, sem í heiminn kemur“ [Kenning og sáttmálar 93:2]. Þess vegna eru öll börn Guðs upplýst til að þjóna honum og hvert öðru af bestu þekkingu og getu. …

Það sýnir einnig að fleiri okkar ættu að meta það góða sem aðrir eru að gera og styðja það eins og við höfum tíma og getu til. …

Ég ber vitni um Jesú Krist, hvers ljós og andi leiðir öll börn Guðs til að hjálpa hinum fátæku og aðkrepptu um allan heim.

Prenta