Aðalráðstefna
Hósannahrópið
Aðalráðstefna apríl 2020


2:3

Hósannahrópið

Kæru bræður og systur, er við nú minnumst Fyrstu sýnar Josephs Smith, birtingu föðurins og sonarins, fannst okkur við hæfi að fagna saman með því að taka sameiginlega þátt í hósannahrópinu.

Þetta helga hróp var fyrst iðkað í þessari ráðstöfun við vígslu Kirtland-musterisins, 27. mars 1836. Það er nú iðkað við vígslu hvers musteris. Það er helg lofgjörð til föðurins og sonarins, táknrænt um viðbrögð mannfjöldans við sigurinnreið frelsarans í Jerúsalem. Það staðfestir líka það sem hinn ungi Joseph upplifði daginn þann í Lundinum helga – sem sé, að faðirinn og sonurinn eru tvær dýrðlegar verur, sem við tilbiðjum og lofum.

Ég ætla nú að útskýra hvernig staðið er að hósannahrópinu. Um leið bið ég félaga okkar hjá fjölmiðlum að virða þessa afar helgu athöfn.

Hver þátttakandi tekur sér í hönd hreinan, hvítan vasaklút, heldur í eitt horn hans, veifar honum og við segjum einum rómi: Hósanna, Hósanna, Hósanna, Guði og Lambinu,“ endurtekið þrisvar og á eftir kemur: Amen, amen og amen.“ Ef þið eigið ekki hvítan vasaklút, getið þið einfaldlega veifað hendi ykkar.

Bræður og systur, ég býð ykkur nú að standa upp og taka þátt í hósannahrópinu og í framhaldi af því verður sunginn hósannasöngur og „Guðs andi nú ljómar og logar sem eldur.“1

Syngið með „Guðs andi nú ljómar og logar sem eldur,“ við merki stjórnanda.

Hósanna, hósanna, hósanna, Guði og lambinu!

Hósanna, hósanna, hósanna, Guði og lambinu!

Hósanna, hósanna, hósanna, Guði og lambinu!

Amen, amen og amen.

Heimildir

  1. Sálmar, nr. 2.