2010
Listsýning barna
Apríl 2010


Listsýning barna

Náið í litina ykkar eða málningu og búið ykkur undir listsköpun! Sögusafn kirkjunnar mun á árinu 2011 sýna listaverk frá börnum í Barnafélaginu hvaðanæva að úr heiminum. Einnig munu listaverk verða sýnd á sýningu á Alnetinu. Þið getið tekið þátt með því að:

  1. Skapa listaverk í kringum þemað „Fagnaðarerindið blessar líf mitt.“ Verk ykkar gæti sýnt fjölskyldur, musteri, trúboða, spámenn, ritningar, náttúru, þjónustu, frumbyggja, Barnafélagið eða athafnir kirkjunnar.

  2. Þið verðið að vera á aldrinum 5 til 12 ára og þið megið einungis senda inn eitt verk.

  3. Verk ykkar þarf að vera á flötum pappír eða dúk. Það ætti ekki að vera stærra en 30 sm x 36 sm og óinnrammað.

  4. Þið getið notað vaxliti, blýant, tússliti, blek, teiknikol, akrýlliti, vatnsliti, pastelliti, olíu eða hvaða tvívíddar miðil sem er.

  5. Takið ykkur góðan tíma í sköpunina svo að verkið verði það besta sem þið getið gert. Verk ykkar ætti að fylla vel út í pappírinn.

  6. Skrifið fullt nafn aftan á listaverkið. Biðjið foreldri að fylla út og skrifa undir eyðublaðið sem er hér fyrir neðan. Límið síðan eyðublaðið aftan á verk ykkar.

  7. Þið þurfið að póstleggja innlegg ykkar fyrir 1. ágúst 2010. Verk ykkar verða ekki endursend ykkur.

Verk ykkar gæti birst á listsýningu í Sögusafni kirkjunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2011, á listsýningu á Alnetinu á heimasíðum Friend og Líahóna eða á Blaðsíðunni okkar í Líahóna eða í Our Creative Friends í Friend. Ekki verður allt innsent efni notað eða sýnt.

Vinsamlega sendið verk ykkar til:

Children’s Art Exhibit

45 N. West Temple St.

Salt Lake City, UT 84150, USA

Eftirfarandi upplýsingar og leyfi verða að fylgja með:

Fullt nafn barnsins

Aldur

Bær, land

Tölvupóstfang foreldra eða símanúmer

Ég veiti leyfi til að birta megi þetta innsenda efni á listsýningu, heimasíðu kirkjunnar og í tímaritum kirkjunnar og fyrir allan almenning.

Undirskrift foreldris eða löglegs forráðamanns

Teikningar: Steve Kropp