Þeir töluðu til okkar
Að verða góð manneskja núna
Tekið úr “Be a Quality Person,” Ensign, feb. 1993, 64–67, greinarmerkjum breytt.
Gott líf er stærsta ósk Guðs okkur til handa. Lifa á lífinu vel hverjar sem aðstæður okkar eru. Við ættum ekki að bíða. …
Öll verðum við að hafa rétta forgangsröðun og takmark í lífinu. Ekki vera of hörð í sjálfsmati ykkar. Dæmið ykkur frekar út frá því hvort þið lifið eftir fagnaðarerindi Jesú Krists eða ekki.
Mér líkar við þann lífsmáta sem vinkona mín Carol Clark lýsir, … þegar hún segir að persónuleg áskorun sé ekki að bíða á árangursríkan hátt heldur að lifa lífinu til fulls og með gleði. Markmiðið er ekki að bíða eftir réttu persónunni heldur að vera rétta persónan.
„Hin raunverulega skemmtun lífsins er að yfirstíga hindranir og á sama tíma vonast hamingjusöm eftir að allt muni ganga upp. … Ég játa fúslega að það hefur haft mildandi og auðmjúk áhrif á mig að sjá drauma mína óuppfyllta, því það hefur verið erfitt. En akkerið er við höndina og vegna þess get ég haldið framþróun minni áfram, þótt ég hafi tapað fyrir ástinni á stefnumótum – því eina sem ég hef þráð í lífinu fyrir utan réttlætið sjálft. …
Síðasta sumar var ég að kvarta við vin utan kirkjunnar. Ég sagðist vera uppgefin, skemmti mér aldrei og lifði lífinu eins og vélmenni. Án samúðar svaraði hún: ,Hvað heldur þú að þetta sé? Lokaæfing í leikhúsi? Þetta er þitt líf Carol. Lagfærðu það.‘ Ég bjóst við stroku og fallegum orðum. Í staðinn fékk ég kalda gusu af raunveruleikanum beint í andlitið. Auðvitað hafðu hún rétt fyrir sér. Ég mat líf mitt ekki að verðleikum og því leið mér svona. Ég fór heim, endurlas dæmisögurnar um sáðmanninn og talenturnar og tók mig saman í andlitinu“ (A Singular Life, ritstýrt af Carol L. Clark og Blythe Darlyn Thatcher [1987], 35–36).
Bræður og systur, takið ykkur saman í andlitinu ef þörf krefur. Bíðið ekki. Fyllið frekar líf ykkar af þjónustu, menntun, þróun persónuleika, kærleika til allra og öðrum slíkum þýðingarmiklum eiginleikum. Látið hvern dag í lífi ykkar hafa tilgang. …
… Ég legg til að þið kynnist föður ykkar á himnum. Farið að elska hann. Hafið ætíð hugfast að hann elskar ykkur og vill leiða ykkur og styrkja, ef þið bjóðið honum inn í líf ykkar. Hafið hann með í ákvarðanatökum ykkar. Hafið hann með í hugarangri ykkar og harmi. Hafið hann með þegar þið metið persónulegan verðugleika ykkar. „Því að sjá. Þetta líf er tími mannanna til að búa sig undir að mæta Guði. Já, sjá. Dagur þessa lífs er dagurinn, sem menn hafa til að leysa verk sitt af hendi“ (Al 34:32).
Hafið dagleg samskipti við ykkar himneska föður, sem þekkir ykkur best allra, er þið kappkostið að verða góðar manneskjur. Hann þekkir hæfileika ykkar, styrk ykkar og veikleika. Hann hefur sett ykkur hér á jörð á þessum tíma til að þróa og þroska þessa eiginleika. Ég heiti ykkur því að hann mun hjálpa ykkur. Honum er kunnugt um þarfir ykkar.