Hugmyndir fyrir fjölskyldukvöld
Tölublað þetta hefur að geyma greinar og athafnir sem nýta má á fjölskyldukvöldum. Hér á eftir eru nokkur dæmi.
„Að verða góð manneskja núna,“ bls. 45: Sýnið nokkra hluti (til dæmis blýant, Mormónsbók, Líahóna, par af skóm) og biðjið einhvern úr fjölskyldunni að raða þeim upp eftir mikilvægi. Ræðið um hvernig valið fór fram. Hvaða eiginleikar gera líf einstaklingsins dýrmætt? Hvetjið hvern einstakan til að gera eitthvað ákveðið í komandi viku til að verða betri manneskja.
„Árla sunnudagsmorguns,“ bls. 56: Bjóðið öllum í fjölskyldunni að hugsa um einhvern nágranna sem gæti viljað fá heimsókn eða sem þarf á einhverri þjónustu að halda. Áformið að gera eitthvað í þessari viku fyrir viðkomandi. Lesið Mósía 18:7–10 og ræðið um að aðstoð við aðra sé leið til að halda skírnarsáttmála okkar.
„Þegar endur fljóta ekki,“ bls. 58: Skrifið nokkrar af reglum fjölskyldu ykkar og ræðið hvernig þær vernda fjölskylduna. Skrifið einnig nokkur af boðorðum himnesks föður og ræðið hvernig þau vernda okkur líkamlega eða andlega.
Hamingja á fjölskyldukvöldi
Fyrir nokkrum árum bað eiginmaður minn fjölskyldu okkar að undirbúa sérstakt fjölskyldukvöld. Fjögurra ára gömul dóttir okkar bað um að fá að syngja „Guðs barnið eitt ég er.“ Tíu ára gamall sonur okkar fór með upphafsbæn. Við fundum fyrir sterkri og dásamlegri nærveru andans.
Eiginmaður minn flutti boðskap frá leiðtogum kirkjunnar og hvatti okkur til þess að vera áfram sameinuð í fagnaðarerindi Jesú Krists. Síðan veitti hann litlu dóttur okkar föðurblessun. Móður minni og mér voru einnig veittar blessanir og að lokum hlaut sonur okkar blessun. Áður en hann lagði hendur sínar á höfuð sonar okkar, tjáði eiginmaður minn þakklæti sitt fyrir prestdæmið og hvatti son okkar til að vera verðugan þess valds.
Nærri einu og hálfu ári síðar sagði dóttir okkar: „Við ættum að hafa annað fjölskyldukvöld eins og við gerðum einu sinni.“ Þótt ég hafi vitað hvað hún átti við, spurði ég hana hvaða fjölskyldukvöld hún væri að tala um. Hún svaraði: „Fjölskyldukvöldið sem við grétum mikið og vorum mjög hamingjusöm!“
Marlúcia Souza de Jesus Costa, Bahia, Brasilíu
Uppáhalds fjölskyldukvöldið þitt
Sendið lýsingu á uppáhalds fjölskyldukvöldinu ykkar á liahona@ldschurch.org.