2010
Frá lesendum
Apríl 2010


Frá lesendum

Líahóna

Þegar ég las að frá og með janúar 2010 fengjum við nýtt Líahóna fylltist ég trega. Tímaritið hefur verið mitt akkeri í fagnaðarerindinu síðan ég skírðist 17 ára að aldri. Viðkvæmur vitnisburður minn hefur styrkst þegar ég hef lesið um lífsreynslu annarra kirkjuþegna og komist að því að ég væri ekki ein á báti. Mér þykir vænt um tímaritin sem ég hef safnað, því þau hafa að geyma innblásinn boðskap sem hefur hjálpað mér í mótlæti og neyð.

Nú hafið þið fært okkur Líahóna sem er þroskaðra og fjölbreyttara en alveg jafn satt og rétt og fyrsta eintakið sem ég las árið 1992. Ég þakka ykkur af öllu hjarta.

Julia A. Florian, Gvatamala

Uppspretta andlegs máttar og styrks

Líahóna veitir mér mikla gleði og blessun. Tímaritið hjálpar mér að kynnast kirkjuþegnum um allan heim, læra um lönd þeirra og menningu og styrkjast af trú þeirra. Tímaritið er uppspretta andlegs máttar og styrks og hjálpar mér að verða betri manneskja.

Modesta Giuliani, Ítalíu

Kraftaverk í deild okkar

Heimsóknarkennslunni var lítið sinnt í deild minni og musterisþjónusta var einnig takmörkuð. Sem leiðtogi heimsóknakennslunnar og musterisþjónn bað ég þess að þetta myndi breytast. Ég notaði ræðu öldungs Richards G. Scott frá aðalráðstefnu, „Musteristilbeiðsla: Uppspretta styrktar og kraftar á neyðarstundum“ (Aðalráðstefna, apríl 2009, 39) er ég flutti ræður á sakramentissamkomu og í Líknarfélaginu. Hjörtu meðlima deildarinnar urðu snortin. Heimsóknarkennslan varð nærri því 100 prósent og margir sækja nú musterið heim og fara að orðum öldungs Scott. Öldungur Scott á miklar þakkir skildar fyrir fallegan boðskap sinn og einnig starfsfólk Líahóna.

Ana Meza de Eulogio, Perú

Vinsamlega sendið athugasemdir eða ábendingar á liahona@ldschurch.org. Vera má að svörum verði breytt og þau gerð skýrari eða styttri.