2010
Jesús Kristur endurreisti fagnaðarerindið í fyllingu sinni með Joseph Smith
Apríl 2010


Samverustund

Jesús Kristur endurreisti fagnaðarerindið í fyllingu sinni með Joseph Smith

Ímyndið ykkur glas fullt af hreinu vatni. Ef við rekumst í glasið mun hluti af vatninu hellast niður og glasið verður ekki lengur fullt.

Í byrjun var fylling fagnaðarerindisins á jörðinni. Í mörg ár kenndu spámenn fagnaðarerindið.

Jesús stofnaði kirkju sína þegar hann var á jörðu. Hann kenndi fyllingu fagnaðarerindisins: trú á Jesú Krists, iðrun, skírn með niðurdýfingu, gjöf heilags anda og hlýðni við boðorðin. Jesús sýndi öllum hvernig við ættum að lifa. Hann varð frelsari okkar allra. Glas fagnaðarerindisins var fullt.

En sumir hlutar fagnaðarerindisins týndust er árin liðu, vegna þess að illt fólk breytti því eða hlýddi því ekki. Fylling fagnaðarerindisins var ekki lengur á jörðinni. Himneskur faðir lofaði börnum sínum að hann myndi veita þeim fyllingu fagnaðarerindisins aftur. Hann kallaði Joseph Smith sér til aðstoðar við að endurreisa fagnaðarerindið.

Jóhannes 3:16 segir að himneskur faðir hafi gefið okkur son sinn og fagnaðarerindið vegna þess að hann elskar börn sín. Hann kallaði spámenn til að kenna öllum fagnaðarerindið, svo að við munum þekkja leiðina aftur til hans.

Við erum blessuð með fyllingu fagnaðarerindisins í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Glös fagnaðarerindis okkar eru barmafull og himneskur faðir hefur lofað að fagnaðarerindið muni aldrei aftur verða tekið af jörðinni.

Ritningardagbók apríl 2010

Lesið sjötta trúaratriðið í Hinni dýrmætu perlu.

Lærið utanbókar þetta trúaratriði.

Biðjið himneskan föður um hjálp við að vita að Jesús Kristur endurreisti fyllingu fagnaðarerindisins með Joseph Smith.

Veljið eina af eftirfarandi athöfnum eða gerið ykkar eigin:

  • Hjálpa einhverjum öðrum að læra þetta trúaratriði.

  • Lesa eða biðja einhvern að lesa fyrir ykkur Joseph Smith – Saga í Hinni dýrmætu perlu.

  • Útbúa söguhjólið sem er á blaðsíðu 67. Klippið út bæði hjólin og festið þau með látúns festingu. Notið hjólið til þess að kenna einhverjum hvernig Jesús Kristur endurreisti fagnaðarerindið í fyllingu sinni með Joseph Smith.

  • Trúboðar okkar eru að kenna sannleika hins endurreista fagnaðarerindis út um allan heim. Biðjið fyrir þeim. Biðjið um leiðsögn til að vita hverjum þið getið boðið að hlusta á boðskap trúboðanna.

Hvernig hjálpar það sem þú hefur gert þér að skilja sjötta trúaratriðið betur?

Skrifið í dagbók ykkar eða teiknið mynd um það sem þið hafið gert.

Jesús Kristur endurreisti fagnaðarerindið í fyllingu sinni með Joseph Smith

Til vinstri: Fyrsta sýnin: Gary L. Kapp, má ekki afrita; að ofan til hægri: Teikning © Vivid Details; að neðan til hægri: Joseph Smith að þýða Mormónsbók: Del Parson, © IRI; aðrar teikningar: Robert T. Barrett