2010
Blaðsíðan okkar
Apríl 2010


Blaðsíðan okkar

Stundum finnst mér eins og ég skilji ekki eitthvað í kirkjunni eða mér finnst ég ekki hafa nægilega mikla trú á einhverju ákveðnu. Ég bið himneskan föður um hjálp í hvert skipti sem mér líður svona. Ég fæ nánast alltaf svar. Ég finn hlýju og öryggi og fæ það sterkt á tilfinninguna að Guð hlusti á bænir mínar og elski mig mjög mikið. Við þessa reynslu vex vitnisburður minn og ást mín til Guðs.

Ég veit að Guð er faðir okkar og að hann elskar sérhvert okkar mjög mikið. Hann hlustar á vandamál okkar og sendir heilagan anda til að hugga okkur. Ég veit að hann heyrir bænir okkar og þegar við erum réttlát þá gleðst hann. Það fyllir mig gleði að vita að Guð elskar mig og að ég er þegn kirkjunnar. Ég veit að Jesús Kristur, sonur hans, er frelsari okkar.

Deveney R., 11 ára, Sviss

Carlos D., 8 ára, Brasilíu

Viet Minh Tri P., 10 ára, Kambódíu

Daniel K. er hamingjusamur og hugrakkur 7 ára drengur sem býr í Danmörku. Honum finnst gaman að hjálpa til við garðvinnuna. Honum finnst einnig gaman að hjálpa til við að elda – sérstaklega við að fletja út pítsudeigið. Hann leggur sig fram í skólanum og nýtur þess að spila fótbolta, synda og klifra í trjám. Einnig finnst honum gaman að hjálpa til við að gera varðeld í skátaferðum. Í kirkjunni hefur hann yndi af sögum um Joseph Smith og Jesú og hann nýtur þess að syngja „Veldu rétt.“