Að koma á fallegan stað
Joanna Velayo-Munda, Filippseyjum
Áður en ég varð þegn kirkjunnar bjó ég nálægt Manila-musterinu á Filippseyjum. Í hvert skipti sem ég gekk framhjá því undraðist ég mikilfengleika þessarar fögru byggingar. Ég sá aldrei nafn kirkjunnar en ég þráði að fara inn í þetta hús.
Mörgum árum síðar fór ég til Hawaii þar sem ég hitti trúboðana og tók skírn. Þegar ég kom aftur til Manila varð ég undrandi þegar ég komst að því, að ef ég væri verðug gæti ég farið inn í bygginguna sem mig hafði löngum langað til að fara inn í. Ég fylltist gleði.
Þegar ég kom inn í musterið fannst mér ég svífa örlítið ofar jörðu. Allt var svo fallegt, næstum því himneskt. Mér finnst ég ríkulega blessuð að njóta þeirra forréttinda að fara inn í musterið.