2010
Hjálpa til við að gæta lamba frelsarans
Apríl 2010


Hjálpa til við að gæta lamba frelsarans

Tekið úr aðalráðstefnuræðu október 1997.

President Henry B. Eyring

Frelsarinn hafði verið krossfestur og reis síðan upp frá dauðum. Lærisveinar hans höfðu farið til Galíleu. Þeir höfðu verið við veiðar alla nóttina en ekkert fengið. Þeir þekktu hann ekki í fyrstu þegar þeir komu nær ströndinni í dögun. Hann hrópaði til þeirra og sagði þeim hvar þeir ættu að leggja net sín. Þeir gerðu líkt og hann bauð og netið fylltist af fiski. Þeir flýttu sér að landi til að heilsa honum.

Þeir sáu fisk á eldhlóðum og brauð. Síðan gaf hann þeim boðorð sem enn er ætlað okkur öllum.

„Þegar þeir höfðu matast, sagði Jesús við Símon Pétur: Símon Jóhannesson, elskar þú mig meira en þessir? Hann svaraði: ,Drottinn, þú veist allt. Þú veist að ég elska þig.‘ Jesús segir við hann: ,Gæt þú sauða minna‘“ (Jóh 21:15).

Hinir heilögu Guðs hafa alltaf verið undir sáttmála um að næra hver annan andlega, einkum þá sem veikir eru í trúnni.

Barn getur gert hluti sem nærir trú annarra. Börn geta boðið einhverjum nýskírðum að koma með sér á samkomu. Börn geta brosað og heilsað hinum nýskírðu sem koma í kirkju eða í námsbekkina. Og heilagur andi mun vissulega verða förunautur okkar, ef við gerum það.

Hvert orð sem við mælum getur aukið eða dregið úr trú. Við þurfum hjálp andans til að mæla þau orð sem næra og styrkja.

Með því að hlýða getum við leitt lömb Drottins í arma hans og heim til föður þeirra og föður okkar.

Ég veit að Jesús er Kristur. Ég veit að hann lifir. Og ég veit að hann leiðir okkur í þessu verki – hans verki – að færa börnum föður síns eilíft líf.

næra merkir að gefa mat.

Mat

Vatn

Öruggan stað til að sofa á

Vernd gegn úlfum og annarri hættu

Heilsa nýjum bekkjarfélaga

Bjóða vini að koma í Barnafélagið

Deila Líahóna með öðrum

Frá vinstri: Týndi sauðurinn: Del Parson; ljósmyndir af úlfi og lambi © Getty Images; ljósmynd af hlöðu © Corbis; ljómynd af mat og vatni: David Stoker; teikningar: Apryl Stott