2010
„Ver hirðir sauða minna‘
Apríl 2010


„Ver hirðir sauða minna“

„Fylgið mér og nærið sauði mína“ (K&S 112:14).

„Jesús sagði Pétri að næra sauði sína. Þannig gat Pétur sýnt Jesú að hann elskaði hann.“

„Mamma, átti Jesús sauðahjörð?“

„Nei, elskan. Jesús er stundum kallaður góði hirðirinn og við erum eins og sauðir hans. Jesús var að kenna Pétri, að ef við viljum sýna Jesú að við elskum hann, þá eigum við að hjálpa öðrum.“

„Er það þess vegna sem við ætlum að gefa systir Jacobs böku eftir fjölskyldukvöldið?“

„Já, það er rétt. En það væri fallegt ef þú gætir gert eitthvað sem sýndi systur Jacobs að þér þyki vænt um hana.“

Olivia hugleiddi hvað hún gæti gert. Hún mundi eftir því að mömmu og ömmu þóttu myndirnar hennar fallegar.

„Ég veit! Ég get útbúið kort fyrir systur Jacobs og teiknað mynd á það!“

Olivia teiknaði fallegan regnboga. Innan í kortið skrifaði hún: „Batni þér fljótt! Ástarkveðja, Olivia.“

Þegar Olivia og fjölskylda hennar komu heim til systur Jacobs spurði mamma hvernig henni liði. Systir Jacobs fór að gráta.

„Ég var að komast að því að ég þarf að fara á spítalann á morgun í uppskurð. Ég er svolítið kvíðin.“

Mamma gaf systur Jacobs bökuna. Síðan gaf Olivia henni kortið sem hún hafði búið til.

„Þakka þér fyrir, Olivia. Þetta er fallegt kort og fallega brosið þitt fær mig til að líða betur.“

Oliviu hlýnaði um hjartað. Hún var hamingjusöm að geta hjálpað Jesú að hirða um sauði hans.