2010
Að finna anda musterisins
Apríl 2010


Að finna anda musterisins

Cristian Robles, Síle

Þegar ég var kallaður sem háráðsmaður sagði stikuforsetinn mér frá þrá sinni. Hann þráði að fleiri kirkjuþegnar sæktu musterið þá daga sem úthlutaðir voru stiku okkar. Ferðir þangað voru áskorun og það fyrsta sem hann gerði var því að láta sækja meðlimi í rútu á allar deildarbyggingar stikunnar og aka þeim til baka í lok dags.

En þá var einnig annað vandamál. Margar mæður gátu ekki sótt musterið, því enginn var til að gæta barna þeirra. Þegar við ræddum þann möguleika að stúlkurnar í stikunni gætu gætt barnanna, varð mér ljóst að við gætum kallað stikuleiðtoga Barnastofu. Ég nefndi hugmyndina við stikuforsetann. Hann kom með þá uppástungu að við myndum kalla nýja kirkjuþegna sem aðstoðarmenn leiðtoga Barnastofunnar, svo að þeir myndu finna anda musterisins. Þegar þessar hugmyndir voru komnar í framkvæmd jókst musterissókn stikunnar til muna.