2022
Musteri: Hin dýrmæta perla
júlí/ágúst 2022


Musteri: Hin dýrmæta perla, „ Líahóna, júlí/ágúst, 2022

Velkomin í þessa útgáfu

Musteri: Hin dýrmæta perla

Ljósmynd
Brigham City-musterið, Utah

Ljósmynd af Brigham City musterinu í Utah

Þvílík undraverð blessun það er að sjá stöðugt fleiri musteri í byggingu um allan heim. Við fögnum með meðlimum kirkjunar er ný musteri eru vígð á svæðum þeirra.

Við vonum að allir muni meta musterið mikils og falli ekki í þá gryfju sem Boyd K. Packer forseti (1924–2015), forseti Tólfpostulasveitarinnar, lýsir. Í dæmisögu hans um perluna og öskjuna, talar hann um handverksmann sem hafi gert fallega öskju til að sýna dýrmæta perlu. Þegar fólk kom til að sjá perluna dáðist það hins vegar þess í stað að öskjunni. (Sjá „The Cloven Tounges of Fire, „ Liahona, júlí 2000, 7)

Að sjálfsögðu er perlan innan musterisins meðal annars helgiathafnir, sáttmálar og þær lofuðu blessanir sem einungis er hægt að hljóta í musterinu. Eins og öldungur David A. Bednar, í Tólfpostulasveitinni, kennir í þessu tölublaði: „Allt það sem lærist og sem er framkvæmt í síðari daga musterum leggur áherslu á hina miklu sæluáætlun himnesks föður, guðleika Jesú Krists og hlutverk hans sem frelsara okkar. Sáttmálarnir sem tekið er á móti og helgiathafnirnar sem framkvæmdar eru í musterum, eru nauðsynleg til að helga hjörtu okkar og til endanlegrar upphafningar sona og dætra Guðs (bls 6).

Þegar þið lesið grein öldungs Bednars, bjóðum við ykkur að minnast sáttmálanna sem þið hafið gert í musterinu. Ef það er orðið langt síðan þið fóruð í musterið, bjóðum við ykkur að snúa aftur og upplifa á ný þá gleði og þann frið sem má finna í húsi Drottins. Ef þið hafið ekki enn farið í musterið, bjóðum við ykkur að búa ykkur undir að „veitast kraftur frá upphæðum“ (Kenning og sáttmálar 38:32).

Öldungur Kevin R. Duncan

af hinum Sjötíu

Framkvæmdarstjóri musterisdeildarinnar.

Prenta